Almennar fréttir / 25. október 2012

Viðskipti með atvinnuhúsnæði í september 2012


Í september 2012 var 47 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 37 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 1.355 milljónir króna en 928 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru 15 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Á sama tíma voru 23 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá og 13 utan þess. Heildarupphæð samninga á höfuðborgarsvæðinu var 1.045 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 617 milljónir króna. Heildarupphæð samninga utan höfuðborgarsvæðisins var 493 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 474 milljónir króna. Af þessum samningum voru 6 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Heimild: Þjóðskrá Íslands

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.