Grænn leigusamningur
Samningurinn er viðauki við hefðbundinn samning eða ákvæði í nýjum samningi. Samkomulag er gert milli aðila um að vinna sameiginlega að auknum sjálfbærum rekstri í hinu leigða og þar með:
- minnka kolefnisspor
- bæta nýtingu auðlinda
- auka vellíðan
- minnka rekstrarkostnað
Grænn leigusamningur felur einnig í sér að viðskiptavinur setur sér markmið og gerir áætlun um aðgerðir til að ná þeim þar sem að lágmarki eru sett mælanleg markmið um:
- minnkun rafmagns- og vatnsnotkunar
- minnkun sorps
- aukið sorpflokkunarhlutfall
- aukið vægi vistvænna samgöngumáta hjá starfsmönnum og fyrirtæki
Reginn leggur til 3 klst. með ráðgjöfum sem sérhæfa sig í umhverfismálum og aðstoða við aðgerðaráætlun og markmiðasetningu
Handbók um sjálfbæran rekstur
Reginn hefur útbúið handbók um sjálfbæran rekstur fasteigna sem ætlað er að:
- styðja við viðskiptavini í sjálfbærnivegferð
- aðstoða við að uppfylla samninginn
- hugmyndir um hvernig má ná markmiðum


Nánari upplýsingar
Frekari upplýsingar og leiðbeiningar um Græna leigusamninga og áherslur Regins í sjálfbærnimálum veitir Sunna H. Sigmarsdóttir í netfanginu sunna@reginn.is.