
EIGNASAFNIÐ OKKAR
Við hjá Reginn höfum á síðustu árum unnið markvisst að því að auka sjálfbærni í rekstri félagsins og er Reginn í dag brautryðjandi meðal íslenskra fasteignafélaga á þessari vegferð.
Nú hefur 36% af eignasafni okkar hlotið umhverfisvottunina BREEAM In-use.
Fjölbreytni einkennir eignasafn okkar, hvort sem litið er til tegundar húsnæðis eða staðsetningu. Með þessum fjölbreytileika er áhætta tekjuflæðis eignasafnsins dreifð og nær félagið að þjónusta breiðan hóp viðskiptavina.
Úr fréttasafni
08.
sep.

Fimmtudaginn 7. september fór Sjálfbærnidagur Landsbankans fram í Grósku. Meðal þeirra sem fóru með erindi á fundinum var Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og reksturs fasteigna hjá Regin.
31.
ágú.

Reginn hagnast um 6,1 milljarð á fyrri árshelmingi - hagnaður jókst um 66%
Rekstrartekjur námu 6.682 m.kr. fyrstu sex mánuði ársins og þar af námu leigutekjur 6.311 m.kr. Leigutekjur hafa hækkað um 16,5% samanborið við sama tímabil 2022, sem jafngildir um 7% raunaukningu.
23.
ágú.

Reginn er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2022-2023
Þann 22. ágúst hlaut Reginn viðurkenningu vegna góðra stjórnarhátta og nafnbótin Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.