Reginn hf. er íslenskt fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Fasteignasafn Regins telur 114 fasteignir og er heildarstærð safnsins um 375 þúsund fermetrar. Félagið er hlutafélag í dreifðu eignarhaldi og skráð í Kauphöll Íslands.
Laust til leigu
Hvernig húsnæði ert þú að leita að? Hafðu samband og ráðgjafar okkar aðstoða þig við að finna húsnæði sem hentar fyrirtækinu þínu.
Eignasafnið er fjölbreytt hvort sem litið er til tegundar húsnæðis eða staðsetningar. Með þessum fjölbreytileika er áhætta tekjuflæðis eignasafnsins dreifð og nær félagið að þjónusta breiðan hóp leigutaka.
Reginn hefur, fyrst íslenskra fasteignafélaga, lokið sölu á grænum skuldabréfum. Reginn verður þar með fyrsti einkaaðilinn og fyrsta félagið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað til að gefa út slík bréf.