
EIGNASAFNIÐ OKKAR
Við hjá Reginn höfum á síðustu árum unnið markvisst að því að auka sjálfbærni í rekstri félagsins og er Reginn í dag brautryðjandi meðal íslenskra fasteignafélaga á þessari vegferð.
Nú hefur 26% af eignasafni okkar hlotið umhverfisvottunina BREEAM In-use.
Fjölbreytni einkennir eignasafn okkar, hvort sem litið er til tegundar húsnæðis eða staðsetningu. Með þessum fjölbreytileika er áhætta tekjuflæðis eignasafnsins dreifð og nær félagið að þjónusta breiðan hóp viðskiptavina.
Úr fréttasafni
13.
jan.

Samkvæmt niðurstöðum mælinga Íslensku ánægjuvogarinnar mælist ánægja viðskiptavina Smáralindar hæst í flokki verslunarmiðstöðva – nú þriðja árið í röð. Rekstraraðilar í Smáralind eiga stóran þátt í þessari viðurkenningu og þökkum við þeim kærlega fyrir gott samtarf.
05.
jan.

Sunnuhlíð Akureyri – nýr heilsutengdur þjónustukjarni
Nú er í gangi metnaðarfullt enduruppbyggingarverkefni á Akureyri þar sem verið er að breyta og bæta húsnæði Sunnuhlíðar. Húsnæðið hefur verið þáttur í lífi Akureyringa til fjölda ára sem verslunarmiðstöð en mun nú fá nýtt hlutverk sem heilsutengdur þjónustukjarni.
28.
okt.

Framsækið margmiðlunarverk vígir stafrænt sýningarrými í Hafnartorgi Gallery
4. nóvember næstkomandi verður frumflutt nýtt margmiðlunarverk eftir Högna Egilsson og karlssonwilker í Hafnartorg Gallery. Karlssonwilker er hönnunarstúdíó í New York sem Íslendingurinn Hjalti Karlsson stofnaði um síðustu aldamót. Á farsælum ferli hefur stúdíóið unnið með MoMA, Nintendo, Samsung, Puma, og Guggenheim og Rockefeller-sjóðunum svo fátt eitt sé nefnt.