FRAMKVÆMDASTJÓRN REGINS

Helgi S. Gunnarsson
Forstjóri

Helgi S. Gunnarsson

Helgi hefur verið forstjóri félagsins frá því það hóf starfsemi á vormánuðum 2009.

Helgi er stjórnarmaður í eftirfarandi dótturfélögum Regins, Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., Smáralind ehf., Reginn Atvinnuhúsnæði ehf., Kvikmyndahöllin ehf., Knatthöllin ehf. RA 5 ehf., FM - hús ehf., Hafnarslóð ehf., Reykir fasteignafélag ehf., Hörðuvellir ehf, HTO ehf., RA 18 ehf., Reginn skrifstofusetur ehf., CCI fasteignir ehf. og Dvergshöfði 4 ehf. Helgi er að auki stjórnarmaður eftirfarandi hlutdeildarfélögum Regins, Grunnur I ehf., Klasi ehf. og Smárabyggð ehf.

Helgi er M.Sc. í verkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet, 1993. Byggingatæknifræðingur frá Háskólinn í Reykjavík, 1986. Hefur einnig lokið prófum sem húsasmiður og húsasmíðameistari.

Áður var Helgi framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. og dótturfélaga frá 2006-2009. Framkvæmdastjóri Nýsis Fasteigna ehf. og dótturfélaga þess á árunum 2005-2006. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs VSÓ ráðgjafar ehf. og einn af eigendum þess 1989-2004.
Baldur Már Helgason
Framkvæmdastjóri Verslunar og þjónustu og staðgengill forstjóra

Baldur Már Helgason

Baldur er framkvæmdastjóri Verslunar og þjónustu og staðgengill forstjóra auk þess að stýra viðskiptaþróun og markaðsmálum félagsins. Baldur hóf störf í ársbyrjun 2019 en var áður framkvæmdastjóri Eyju fjárfestingafélags.

Baldur starfaði áður í fjármálageiranum í um 17 ára skeið, síðast sem fjárfestingastjóri á framtakssjóðasviði Auðar Capital. Áður starfaði Baldur sem fjárfestinga- og lánastjóri hjá Íslandsbanka á árunum 2000-2009, þar af í þrjú ár á skrifstofum bankans í Kaupmannahöfn og New York. Baldur hefur setið í stjórnum fjölda félaga, m.a. Securitas, Íslenska gámafélagsins og Skeljungs og situr í dag í stjórn Síldarvinnslunnar.

Baldur er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann hefur lokið Advanced Management Program (AMP) frá IMD háskólanum í Sviss. Baldur hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Dagbjört Erla Einarsdóttir
Yfirlögfræðingur Regins

Dagbjört Erla Einarsdóttir

Dagbjört er yfirlögfræðingur félagsins og hóf störf í apríl 2016.

Dagbjört er meðstjórnandi í Reykjum fasteignafélagi ehf., FM-hús ehf., Hafnarslóð ehf., Hörðuvöllum ehf., Sóltún fasteing ehf., Reginn skrifstofusetri ehf. og Klasa ehf. Dagbjört er auk þess varamaður í stjórn HTO ehf., Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf., Smáralind ehf. RA 18 ehf., CCI fasteignum ehf. og Dvergshöfða 4 ehf.

Áður starfaði Dagbjört í 6 ár hjá lögmannsstofunni Juris slf. og 3 ár á einkabanka- og lögfræðisviðum Landsbankans hf.

Dagbjört lauk meistaraprófi (mag.jur) frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og námi til öflunar réttinda til héraðsdómslögmanns sama ár.
Páll V. Bjarnason
Framkvæmdastjóri atvinnuhúsnæðis og almenns markaðar

Páll V. Bjarnason

Páll er framkvæmdastjóri Atvinnuhúsnæði og almennur markaður ásamt því að stýra útleigu og samhæfingu útleigumála hjá félaginu. Páll hefur starfað sem framkvæmdastjóri dótturfélaga Regins frá 2016 og var áður sviðsstjóri Fasteignaumsýslu félagsins.

Páll er varamaður í eftirtöldum dótturfélögum Regins hf.: Reginn Atvinnuhúsnæði ehf., Kvikmyndahöllin ehf., Knatthöllin ehf., RA 5 ehf., FM-hús ehf., Hafnarslóð ehf., Hörðuvellir ehf., Reykir fasteignafélag ehf., HTO ehf., Reginn Skrifstofusetur ehf. og CCI fasteignum ehf.

Páll er byggingaverkfræðingur M.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík 2011 og byggingatæknifræðingur frá sama skóla 2009. Páll er einnig menntaður húsasmiður og hefur lokið bæði sveins- og meistaraprófi.
Rósa Guðmundsdóttir
Framkvæmdastjóri fjármála

Rósa Guðmundsdóttir

Rósa Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri fjármála félagsins og hóf störf í október 2021.

Áður starfaði Rósa hjá Íslandsbanka frá 2006 sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði og í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka þar sem hún vann að fjármögnun margra stærstu fyrirtækja í viðskiptum við bankann. Þá starfaði Rósa sem sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum á árunum 2016-2017 og sat samhliða því í stjórn Allrahanda GL ehf. og sem varamaður í stjórn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. Rósa var stjórnarformaður Borgunar hf. árin 2011-2015.

Rósa er með M.S. gráðu í iðnaðarverkfræði og aðgerðargreiningu frá Pennsylvania State University og B.S. gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur Rósa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Sunna Hrönn Sigmarsdóttir
Framkvæmdastjóri sjálfbærni, fasteignareksturs og reksturs í fasteignum

Sunna Hrönn Sigmarsdóttir

Sunna er framkvæmdastjóri sjálfbærni, fasteignareksturs og reksturs í fasteignum. Sunna hefur starfað sem framkvæmdastjóri dótturfélaga Regins frá 2017.

Sunna er stjórnarformaður Rekstrarfélags Egilshallar.

Sunna starfaði áður sem framkvæmdastjóri fasteignasviðs Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss frá 2011. Auk þessa sat Sunna í framkvæmdaráði Hörpu og stjórn Rekstrarfélagsins Stæði slhf.

Sunna er iðnaðartæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.