STJÓRN REGINS

Stjórn fer samkvæmt lögum og samþykktum félagsins með æðsta vald í málefnum félagsins milli hluthafafunda. Stjórn félagsins fjallar um og tekur allar óvenjulegar og mikilsháttar ákvarðanir er móta stefnu félagsins en forstjóri annast rekstur í samræmi við mótaða stefnu og ákvarðanir stjórnar. 

Stjórn Regins hf. er skipuð eftirtöldum aðilum frá og með 10. mars 2021

Tómas Kristjánsson
Stjórnarformaður

Tómas Kristjánsson

Í stjórn frá apríl 2014
Menntun: MBA frá háskólanum í Edinborg 1997, Cand. Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1989, löggiltur verðbréfamiðlari 2001.
Aðalstarf: Starfar sem annar eiganda Siglu ehf.

Starfsreynsla: Starfandi annar eigandi hjá Siglu ehf. og Klasa ehf. frá árinu 2007, 1998-2007 framkvæmdastjóri áhættustýringar, fjárstýringar og reikningshalds hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, síðar Íslandsbanka/Glitni banka, 1990-1998 yfirmaður lánaeftirlits Iðnlánasjóðs.
Albert Þór Jónsson
Varaformaður

Albert Þór Jónsson

Í stjórn frá apríl 2015
Menntun: Viðskiptafræðingur, Cand. Oecon frá Háskóla Íslands 1986 og með MCF - meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík 2014. Með próf í verðbréfaviðskiptum og löggildingu í fasteignaviðskiptum.
Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi.

Starfsreynsla: Er sjálfstætt starfandi. Var áður framkvæmdastjóri hjá FL Group frá 2005-2007, forstöðumaður eignastýringar LSR (Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins) 2001-2005, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs hf. 1998-2001, forstöðumaður hjá Landsbréfum í fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun 1990-1998 og fjármálaráðgjafi hjá Glitni – kaupleigu 1986-1990.
Bryndís Hrafnkelsdóttir
Meðstjórnandi

Bryndís Hrafnkelsdóttir

Í stjórn Regins frá apríl 2014
Menntun: Viðskiptafræðingur Cand. Oecon 1989 og. og M.S. gráða í viðskiptafræði 2015 frá Háskóla Íslands
Aðalstarf: Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands frá 2010.

Starfsreynsla: Landfestar fjármálastjóri frá 2008-2010, Kaupþing banki hf. sérfræðingur á fjármálasviði samstæðu frá 2007-2008, Debenhams á Íslandi, framkvæmdastjóri 2000-2006, Hagkaup fjármálastjóri frá 1996-2000, Hof eignarhaldsfélag aðalbókari frá 1994-1996 og KPMG endurskoðun og bókhald frá 1990-1993.
Guðrún Tinna Ólafsdóttir
Meðstjórnandi

Guðrún Tinna Ólafsdóttir

Í stjórn Regins frá mars 2018
Menntun: M.S. gráða í fjármálum frá Háskóla Íslands 2011. Prisma, diplómanám frá Listaháskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst 2009. B.S. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1998.
Aðalstarf: Rekstrarstjóri verslunarsviðs Fríhafnarinnar ehf.

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri Igló ehf. (2011-2016). Verkefnastjóri Baugur Group 2002-2009 á sviði smásölu, fasteigna og trygginga. Senior Account Manager Kaupthing Bank Luxembourg SA 2000-2002. Stjóðstjóri og eignastýring Verðbréfasjóður Íslandsbanka VÍB 1997-2000.
Heiðrún Emilía Jónsdóttir
Meðstjórnandi

Heiðrún Emilía Jónsdóttir

Í stjórn Regins frá mars 2019.
Menntun: Cand.jur. frá Háskóla Íslands og réttindi til málflutnings í héraðsdómi 1996. Starfsmannastjórnun frá Háskólanum á Akureyri 1999, löggildingu í verðbréfamiðlun 2006 og AMP frá IESE Business School 2017.
Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi lögmaður.

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Eimskips frá 2006- 2012, framkvæmdastjóri hjá LEX lögmannsstofu frá 2003-2005, upplýsingafulltrúi Landsímans frá 2001- 2003, framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs og lögfræðingur hjá KEA frá 1998-2001 og lögmaður hjá Lögmannsstofu Akureyrar frá 1995-1998.

Forstjóri Regins hf.

  • Helgi S. Gunnarsson, verkfræðingur M.Sc.

 

Endurskoðunarnefnd:

Hjördís D. Vilhjálmsdóttir, formaður

Albert Þór Jónsson

Heiðrún Jónsdóttir

 

Starfskjaranefnd:

Tómas Kristjánsson, formaður

Bryndís Hrafnkelsdóttir

Guðrún Tinna Ólafsdóttir

 

Tilnefningarnefnd:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, formaður

Ína Björk Hannesdóttir

Sigurjón Pálsson