Almennar fréttir / 7. mars 2024

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.

Fundurinn verður haldinn í Kaldalón, fundarsal á fyrstu hæð í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Vakin er athygli á því að um breyttan fundarsal í Hörpu er að ræða frá fyrri tilkynningu Regins um aðalfund félagsins.

Hægt verður að sækja fundinn á fyrrgreindum fundarstað og með rafrænum hætti. Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn eru beðnir um að skrá sig á skráningarsíðu fundarins: https://www.lumiconnect.com/meeting/reginn2024agm eigi síðar en klukkan 16:00 þann 8. mars 2024 eða fjórum dögum fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á

Önnur fundargögn tengd aðalfundi, umboðsform, skýrslu tilnefningarnefndar, leiðbeiningar vegna LUMI hugbúnaðar o.fl. má nálgast á vef félagsins https://www.reginn.is/fjarfestavefur/hluthafafundir/2024/

 

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.