STJÓRNENDUR REGINS OG DÓTTURFÉLAGA

Björn Eyþór Benediktsson
Upplýsingar og greining

Björn Eyþór Benediktsson

Eyþór stýrir einingunni Upplýsingar og greining. Hann hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2014 við greiningar, upplýsingavinnslu og þátttöku í viðskiptaþróun.

Eyþór er meðstjórnandi í Rekstrarfélagi Egilshallar ehf.

Áður starfaði Eyþór á framkvæmdasviði Vegagerðarinnar sem verkfræðingur B.Sc.

Eyþór er með meistaragráðu í Reikningshaldi og endurskoðun (Macc) frá Háskólanum í Reykjavík 2021 og M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands 2012. Eyþór lauk B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði, 2011. Eyþór er einnig með sveinsprófi í húsasmíði frá 2006.
Guðlaug Hauksdóttir
Yfirmaður Reikningshalds

Guðlaug Hauksdóttir

Guðlaug er yfirmaður reikningshalds og hefur starfað á fjármálasviði félagsins frá árinu 2010.

Áður starfaði Guðlaug í 9 ár hjá Viðskiptablaðinu, síðast sem fjármálastjóri.

Guðlaug er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, 2002.
Pétur Rúnar Heimisson
Markaðs- og samskiptastjóri Regins

Pétur Rúnar Heimisson

Pétur er markaðs- og samskiptastjóri Regins og hóf störf hjá félaginu árið 2022.

Pétur starfaði sem markaðsstjóri Borgarleikhússins á árunum 2019-2022 og var verkefnastjóri í markaðsmálum hjá Nova þar áður.

Pétur er með BSc gráðu í sálfræði og markaðsfræði frá Háskóla Íslands 2012.
Rúnar Hermannsson Bridde
Stjórnandi útleigumála

Rúnar Hermannsson Bridde

Rúnar er stjórnandi útleigumála. Rúnar hefur starfað í útleiguteymi Regins frá árinu 2019 en starfaði áður hjá félaginu frá 2014-2017.

Áður starfaði Rúnar sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá 66°Norður og sölu og markaðsstjóri hjá Ingvari Helgasyni BL.

Rúnar er viðskiptafræðingur frá Tækniháskóla Íslands, 2004 og iðnrekstrarfræðingur frá sama skóla 2003.
Sandra Arnardóttir
Markaðsstjóri Smáralindar

Sandra Arnardóttir

Sandra tók við starfi markaðsstjóra Smáralindar í febrúar 2022. Sandra hefur starfað í Markaðsdeild Smáralindar frá árinu 2012 og hefur víðtæka reynslu á sviðið markaðsmála.

Áður starfaði Sandra í markaðsdeild SPRON.

Sandra er með MIB gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst, diploma í verkefnastjórnun og B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.