AÐALFUNDUR REGINS HF. VERÐUR HALDINN ÞANN 10. MARS 2021.

Framboðseyðublað og fylgigögn

Framboðseyðublaði, ferilskrá og kynningarbréfi skal skilað til tilnefningarnefndar á netfangið: tilnefningarnefnd@reginn.is.

Framboðseyðublað


Framboðsfrestur

Í því skyni að fá umfjöllun tilnefningarnefndar um framboð áður en nefndin birtir tillögur sínar samhliða boðun aðalfundar félagsins skal framboðseyðublað ásamt fylgiskjölum hafa borist nefndinni eigi síðar en föstudaginn 29. janúar 2021 á netfangið tilnefningarnefnd@reginn.is.

Rétt er að vekja athygli á því að áðurnefndur tímafrestur hefur ekki áhrif á almennan framboðsfrest til stjórnar sem samkvæmt samþykktum félagsins rennur út sjö dögum fyrir aðalfund eða þann 3. mars 2021.

Tilnefningarnefnd

Tilnefningarnefnd Regins hf. var skipuð á hluthafafundi félagsins 11. mars 2020 og er skipunartími hennar til aðalfundar 2022.

Nefndina skipa:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, formaður. Guðfinna er eigandi LC ráðgjafar ehf. og ráðgjafi í stjórnun, stefnumótun og framkvæmd stefnu. Guðfinna er með doktorspróf í atferlisfræði með áherslu á stjórnun frá West Virginia University í Bandaríkjunum.

Ína Björk Hannesdóttir. Global Business Controller fyrir upplýsingatæknisvið Marel. Ína er með M.Sc. í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. 

Sigurjón Pálsson. Framkvæmdastjóri PayAnalytics ehf. Sigurjón er með M.Eng. í Supply Chain Management frá MIT, M.Sc. í Construction Management frá KTH og próf í verðbréfaviðskiptum.


Netfang nefndarinnar: tilnefningarnefnd@reginn.is.

Hlutverk og starfsreglur

Nefndin starfar í umboði hluthafa og er hlutverk hennar að vera ráðgefandi við val á stjórnarmönnum í stjórn félagsins. Nefndin er vettvangur fyrir hluthafa félagsins til að koma ábendingum um val á stjórnarmönnum á framfæri.
Við mat á stjórnarmönnum leggur nefndin mat á hæfni hvers og eins ásamt því að huga að samsetningu stjórnarinnar með það að leiðarljósi að stjórnin í heild sinni búi yfir nægilegri hæfni, þekkingu og reynslu.
Nefndin starfar í samræmi við starfsreglur tilnefningarnefndar frá 13. september 2018.


Starfsreglur tilnefningarnefndar

 

Aðrar upplýsingar

Farið verður með allar persónuupplýsingar, sem tilnefningarnefnd berst, sem trúnaðarmál á meðan á vinnu nefndarinnar stendur.
Tillaga tilnefningarnefndar um val á stjórnarmönnum verður birt samhliða boðun aðalfundar eða í síðasta lagi þremur vikum fyrir aðalfund.
Þótt tilnefningarnefnd tilnefni ekki frambjóðanda í stjórn er framboðið eftir sem áður gilt hafi það uppfyllt öll formskilyrði. Vakin skal athygli á að endanlegar upplýsingar um alla frambjóðendur til stjórnar félagsins verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995.

 

Tilnefningarnefnd Regins hf.