Almennar fréttir / 11. júlí 2023

Valfrjálst yfirtökutilboð í EIK

Reginn hf. birti auglýsingu í fjölmiðlum þann 6. júlí 2023, þar sem boðað var að tilboðsyfirlit vegna valfrjáls yfirtökutilboðs Regins hf. til hluthafa Eikar fasteignafélags hf. yrði birt mánudaginn 10. júlí 2023.

Tilboðsyfirlitið ásamt kynningu á valfrjálsa tilboðinu má finna hér.

Tilboðsyfirlitið og önnur tengd skjöl verða einnig aðgengileg á heimasíðu umsjónaraðila valfrjálsa tilboðsins, Íslandsbanka, á vefslóðinni https://islandsbanki.is/, og heimasíðu Regins hf., https://www.reginn.is/.

Þá munu hluthafar sem hyggjast taka tilboðinu geta samþykkt það rafrænt á vef valfrjálsa tilboðsins á vefslóðinni https://isb.ipo.is/eiktilbod.

Annað fréttnæmt

08. sep.

Sjálfbærnidagur Landsbankans 2023

Fimmtudaginn 7. september fór Sjálfbærnidagur Landsbankans fram í Grósku. Meðal þeirra sem fóru með erindi á fundinum var Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og reksturs fasteigna hjá Regin.