Reginn hf. birti auglýsingu í fjölmiðlum þann 6. júlí 2023, þar sem boðað var að tilboðsyfirlit vegna valfrjáls yfirtökutilboðs Regins hf. til hluthafa Eikar fasteignafélags hf. yrði birt mánudaginn 10. júlí 2023.
Tilboðsyfirlitið ásamt kynningu á valfrjálsa tilboðinu má finna hér.
Tilboðsyfirlitið og önnur tengd skjöl verða einnig aðgengileg á heimasíðu umsjónaraðila valfrjálsa tilboðsins, Íslandsbanka, á vefslóðinni https://islandsbanki.is/, og heimasíðu Regins hf., https://www.reginn.is/.
Þá munu hluthafar sem hyggjast taka tilboðinu geta samþykkt það rafrænt á vef valfrjálsa tilboðsins á vefslóðinni https://isb.ipo.is/eiktilbod.
08.
sep.

Sjálfbærnidagur Landsbankans 2023
Fimmtudaginn 7. september fór Sjálfbærnidagur Landsbankans fram í Grósku. Meðal þeirra sem fóru með erindi á fundinum var Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og reksturs fasteigna hjá Regin.
31.
ágú.

Reginn hagnast um 6,1 milljarð á fyrri árshelmingi - hagnaður jókst um 66%
Rekstrartekjur námu 6.682 m.kr. fyrstu sex mánuði ársins og þar af námu leigutekjur 6.311 m.kr. Leigutekjur hafa hækkað um 16,5% samanborið við sama tímabil 2022, sem jafngildir um 7% raunaukningu.
23.
ágú.

Reginn er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2022-2023
Þann 22. ágúst hlaut Reginn viðurkenningu vegna góðra stjórnarhátta og nafnbótin Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.