Almennar fréttir / 3. júní 2013

ÚTBOÐ – Ofanleiti 2, lengdur skilafrestur tilboða

Skilafrestur tilboða vegna útboðsins Ofanleiti 2 – Endurnýjun og uppfærsla hefur verið framlengdur til kl. 11:00 miðvikudaginn 12. júní 2013. Annari vettvangsskoðun hefur verið bætt við mánudaginn 3. júní kl. 14:00.

Útboðsgögn er hægt að nálgast á skrifstofu Arkís Arkitekta ehf., Höfðatúni 2, 105 Reykjavík, eða með því að senda tölvuskeyti á Halldór Þ. Arnarson, halldor@ark.is og fá gögn á rafrænu formi.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Arkís Arkitekta, Höfðatúni, eigi síðar en kl. 11:00 miðvikudaginn 12. júní 2013 þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.