Almennar fréttir / 31. júlí 2023

Uppbygging kirkjutrappanna á Akureyri

Í maí 2022 keypti Reginn af Akureyrarbæ gömlu náðhúsin undir kirkjutröppunum við Akureyrarkirkju með þeim skilyrðum að gerðar yrðu endurbætur á tröppunum þar fyrir ofan. Samkomulagið fellst í að núverandi kirkjutröppur verða rifnar og þær endursteyptar og uppfærðar með nýrri lýsingu, snjóbræðslu og nýjum granít stein. 

Samhliða þessu verkefni hefur Reginn í samstarfi við AVH skoðað framtíðarnotkun á gömlu náðhúsunum undir tröppunum. Hugmyndir um skemmtileg verslunar- og þjónusturými með möguleg tengsl við KEA hafa verið til skoðunar, en Reginn á húsnæðið sem hýsir Hótel KEA. Horft hefur verið til að byggja viðbyggingu sem vinnur saman með umhverfinu í kring og dregur ekki úr ásýnd kirkjutrappanna. 

Framkvæmdir hófust í byrjun júlí og eru áætluð verklok í október. 

 

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.