Almennar fréttir / 6. september 2012

Umfjöllun um Reginn hf. í Fastighetsnytt

Fastighetsnytt

Í kjölfar skráningar Regins hf. í Kauphöll Íslands hefur félagið vakið athygli á hinum norðurlöndunum. Sænska fasteignatímaritið Fastighetsnytt
birti nýlega grein á vefsíðu sinni og hana má finna hér.

Greinin á íslensku:

Gengi Regins tekur kipp

Íslenska fasteignafélagið Reginn hf. hefur birt fyrsta árshlutauppgjör sitt síðan það var skráð á markað þann 2. júlí sl.

Gengi hlutabréfa félagsins tók kipp upp á við og þegar þessar línur eru skrifaðar hefur gengið hækkað um 1,55% í íslensku kauphöllinni. Veltan hefur einnig verið góð, nær 41 milljónir króna.

Rekstrarhagnaður félagsins var 1,4 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi sem er veruleg aukning miðað við sama fjórðung í fyrra. Þá nam rekstrarhagnaður 336 milljónum króna. Á fyrri helmingi ársins skilar fyrirtækið 2,2 miljarða króna rekstrarhagnaði miðað við 729 milljónir í fyrra.

Þessi mikla aukning skýrist fyrst og fremst af hagnaði vegna sölu fjárfestingareigna og endurmats á virði fjárfestingareigna. Hagnaður eftir skatta nemur 845 milljónum króna nú, samanborið við 187 milljónir í fyrra.

Sjóðstreymi var á fyrri helmingi ársins jákvætt um 860 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið er 35,7%.


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.