Almennar fréttir / 25. júní 2014

Tilkynning um undirritun Regins hf. á kaupsamningi á 100% hlut í Hótel Óðinsvél

Í tilkynningu Regins þann 11. apríl síðastliðinn kom fram að undirritað var samkomulag við Gamma ehf. um kaup á félagi sem á fasteignirnar er hýsa Hótel Óðinsvé.

Undirritaður hefur verið kaupsamningur á milli dótturfélags Regins hf., þ.e. Reginn Atvinnuhúsnæði ehf. og Gamma ehf. vegna kaupa á félaginu Hótel Óðinsvé hf. Undirritun kaupsamnings er gerð í kjölfar niðurstöðu áreiðanleikakönnunar sem nú er lokið. Stjórnir beggja félaga hafa samþykkt kaupin.

Fasteignirnar í félaginu eru Þórsgata 1 og Lokastígur 2, 101 Reykjavík. Fasteignirnar eru um 2.200 m2 og staðsettar í hjarta Reykjavíkur þar sem nálægð er við þjónustu og menningarlíf borgarinnar. Hótel Óðinsvé er fjögurra stjörnu með 50 herbergi, þar er einnig rekinn einn vinsælasti veitingastaðurinn í dag, Snaps. Sömuleiðis er rekin smurbrauðsstofan Brauðbær sem hefur haft aðstöðu þar í áratugi. Engin breyting verður  á rekstrinum við þessi eigandaskipti. Samhliða var undirritaður nýr leigusamningur við sama rekstraraðila um áframhaldandi rekstur í eigninni.

Kaupin eru í samræmi við fjárfestingastefnu Regins hf. sem fela í sér markmið að auka hlutdeild í húsnæði  tengdu ferðaiðnaðinum, stækkun með innri vexti og fjárfestingu í arðbæru atvinnuhúsnæði með góða staðsetningu. Kaupverðið er trúnaðarmál en áætlað er að EBITDA Regins hækki um rúmlega 2% miðað við útgefna rekstrarspá fyrir 2014 og eignasafn Regins stækki um 1%.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.