Almennar fréttir / 22. mars 2013

Tilkynning um undirritun leigusamnings við Verkís og kaup á tveimur fasteignafélögum

Eftir lokun markaðar 14. febrúar s.l. sendi Reginn hf., tilkynningu um samkomulag um leigu og samþykki á tilboðum um kaup á fjórum fasteignafélögum með fyrirvörum.   

Nú hefur öllum fyrirvörum verið eytt varðandi leigusamning og undirrituðu Reginn A1 ehf., dótturfélag Regins hf. og Verkfræðistofan Verkís hf., leigusamning um fasteignina að Ofanleiti 2 í dag 22. mars. Leigusamningurinn er til 20 ára. Með þessu móti verður Verkís þriðji stærsti leigutaki félagsins og leigusamningurinn með þeim lengstu hjá félaginu.  Fasteignin Ofanleiti 2 er alls 8.012 m2 að stærð.

Verkís er rótgróið ráðgjafafyrirtæki sem rekur uppruna sinn til ársins 1932 og er því elsta verkfræðistofa landsins.

Öllum fyrirvörum hefur verið eytt hvað varðar kaup á fasteignafélögunum Stórhöfða ehf. og Goshóli ehf. Undirritaður var kaupsamningur milli Regins hf. og áðurnefndra fasteignafélaga í dag, 22 mars. Fasteignafélögin eiga hluta Suðurlandsbrautar 4, í Reykjavík. Stærð eignarhluta er 2.608 m2.

Ekki hefur verið gengið frá kaupsamningi við fasteignafélögin Almenna byggingarfélagið ehf. og VIST ehf. Verið er að vinna áfram í því máli og verður sú niðurstaða tilkynnt þegar hún liggur fyrir.

Kaup þessi fylgja fjárfestingastefnu Regins sem felur í sér að auka hlut félagsins í skrifstofuhúsnæði.


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.