Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Suðurlandsbraut 14, endurgerð – hönnun og framkvæmd, opnun tilboða

Föstudaginn 10. desember voru opnuð tilboð í verkið Suðurlandsbraut 14 – Endurgerð. Á grundvelli forvals voru valdir fimm aðilar til þess að bjóða í verkið. Um var að ræða lokað útboð á hönnun og framkvæmd sem miðar að því að endurinnrétta húsnæðið undir starfstöðvar Íslandsbanka. Óskað var eftir tilboðum í tvær tilhaganir verksins en einnig var óskað eftir kostnaðarvísbendingu um viðbótarstækkun allt að 700 m2.

  • Tilhögun 1 – Endurinnrétting og endurnýjun utanhúss á núverandi skrifstofuhúsi ásamt því að rífa bakhús, endurbæta lóð og stækka bílastæði.
  • Tilhögun 2 – Sama og í tilhögun 1 auk þess sem byggja á eina hæð ofan á núverandi hús, um 570 m2 sem skila á fullbúinni að innan og utan.
  • Frekari stækkun hússins – Óskað er eftir hugmynd frá bjóðendum um 5 – 700 m2 viðbótarstækkun sem æskilegt er að rúmist innan núverandi deiliskipulagsramma. Hvort það fellst í byggingu 5. hæðar ofan á húsið eða öðrum útfærslum, er óbundið af hálfu verkkaupa.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið, tölur eru með VSK:

    Tilhögun 1 Tilhögun 2 Kostnaðarvísbending um frekari stækkun
ÍAV hf. aðaltilboð 288.948.675 kr. 382.339.691 kr.  470.000.000 kr.
SS verktakar aðaltilboð 347.441.465 kr.  458.159.465 kr. a. 579.901.465 kr.
SS verktakar frávikstilboð 286.080.500 kr.  419.923.466 kr.  b. 646.901.465 kr.
JÁ verk aðaltilboð 352.753.664 kr.  450.034.616 kr.  
JÁ verk frávikstilboð 305.867.345 kr. 399.112.981 kr.  
Eykt ehf. aðaltilboð 356.139.911 kr.  482.868.405 kr. +120.000.000 kr.
ÍSTAK hf. aðaltilboð 389.637.768 kr. 498.546.281 kr.  
ÍSTAK hf. frávikstilboð 361.568.549 kr.  471.637.977 kr.  

Nú standa yfir skýringarviðræður með lægstbjóðendum. Stefnt er að því að ljúka yfirferð tilboða, vali á verktaka og gerð verksamnings innan tveggja vikna frá opnun tilboða.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.