Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Söluferli Regins A3 ehf. lokið

Söluferli á öllu hlutafé í Reginn A3 ehf. sem á og leigir út verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er lokið. Ekkert viðunandi tilboð barst í hlutaféð að mati seljanda.

Vilji eigenda stendur þó áfram til þess að selja hlutafé félagsins og verður það gert þegar hagstæðari skilyrði skapast. Reginn A3 ehf. er í eigu Regins ehf., dótturfélags Landsbankans.

Söluferlið hófst með auglýsingu 23. nóvember og var það opið öllum áhugasömum fjárfestum sem sýnt gátu fram á fjárfestingargetu að upphæð 350 milljónir króna auk þess sem lýsa þurfti reynslu og þekkingu af sambærilegum viðskiptum, samkeppnisstöðu á fasteignamarkaði og verðhugmynd fyrir hlutafé Regins A3 ehf. Lokafrestur til að skila inn bindandi tilboði rann út 20. desember 2010.

Fasteignir Regins A3 ehf. eru nær einvörðungu leigðar til aðila er stunda smásölurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Félagið er með 24 leigusamninga við 19 leigutaka. Heildarfjöldi útleigðra fermetra er tæplega 7.800.

Allar upplýsingar um söluferlið og eignir Regins A3 ehf.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.