Almennar fréttir / 8. september 2023

Sjálfbærnidagur Landsbankans 2023

Fimmtudaginn 7. september fór Sjálfbærnidagur Landsbankans fram í Grósku. Á fundinum var sjónum beint að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri en m.a. var fjallað um útblástur frá flugsamgöngum, fasteignarekstri og framkvæmdum og hver framtíðin er í landflutningum.

Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og reksturs fasteigna hjá Regin var meðal þeirra sem fór með erindi á fundinum. Yfirheiti erindisins var „Fasteignafélag fyrir nýja framtíð – stefna og áherslur Regins í sjálfbærni“ og fjallaði um hvernig sjálfbærnivegferð Regins hófst, hvernig unnið er að sjálfbærni hjá félaginu og helstu verkefnin.

Reginn hefur einsett sér að vera leiðandi í mótun og rekstri fasteigna og að stuðla um leið að velferð samfélags, bættum lífsgæðum og umhverfi íbúa. Vegferð félagsins að sjálfbærni hófst árið 2018 þegar félagið þurfti í fyrsta skipti að skila inn ófjárhagslegum upplýsingum. Árið 2019 setti félagið sér svo sjálfbærnistefnu og mælanleg markmið og hefur síðan þá unnið að hinu ýmsum verkefnum er tengjast sjálfbærni. Helstu verkefni Regins tengd sjálfbærni snúa m.a. að vottunum fasteigna, orkunýtingu í fasteignum, endurnýtingu í framkvæmdum og fjármögnun. Frá árinu 2019 hefur þróunin verið ör og félagið náð mörgum mikilvægum áföngum.

„Það tekur bæði tíma, mikla vinnu og fjármuni að auka sjálfbærni í rekstri fyrirtækja. Viðfangsefnin eru ótal mörg og þættirnir sem þarf að horfa til eru margvíslegir og miklu fleiri en ég er búin að vera að tala um í dag. Það sem hentar okkur sem fasteignafélag hentar ekki endilega öllum öðrum. Mitt ráð til þeirra fyrirtækja sem eru að hefja sína vegferð er: Kveikið áhuga hjá starfsfólkinu ykkar því með áhugasömu, hugmyndaríku og drífandi fólki sem lætur sér annt um umhverfið og samfélagið er hægt að gera ótrúlegustu hluti“ segir Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og reksturs fasteigna hjá Regin.

Upptöku af erindi Sunnu má finna hér og kynninguna í heild sinni hér.

 

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.