Almennar fréttir / 17. mars 2015

Samningur um endurnýjun Smárabíós

Smáralind og Sena ehf. undirrituðu síðastliðinn fimmtudag með sér samkomulag um breytingar og endurnýjun á innviðum Smárabíós í Smáralind. 

Í siðustu viku var lokið við að endurnýja öll sæti bíósins og á næstu vikum og mánuðum verður ráðist í breytingar og endurbætur á hinum ýmsu þáttum bíósins til að gera upplifun bíógesta sem skemmtilegasta.

Samkomulagið felur í sér að Sena og Smáralind munu í sameiningu fjármagna viðhald og breytingar á bíóinu næstu mánuðina auk þess sem leigusamningur var endurnýjaður.

„Smárabíó hefur verið flaggskip í okkar rekstri í mörg ár og við höfum átt gott samstarf við Smáralind á þessum tíma. Við erum því gríðarlega ánægðir með þetta samkomulag þar sem það tryggir nauðsynlega endurnýjun á innviðum sem eru mikilvæg í rekstri kvikmyndahúsa,“ segir Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu.


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.