Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Samkomulag við Akraneskaupstað

Í dag var undirritað samkomulag milli Akraneskaupstaðar og Reginn Í1 ehf um samstarf vegna byggingar íbúðarhúss að Sólmundarhöfða 7 á Akranesi og er ætlað er fyrir 60 ára og eldri. Sólmundarhöfði 7 stendur sunnan megin við dvalarheimilið Höfða í nálægð við sjóinn, Langasand, skógræktarsvæði bæjarins og stórbrotna íslenska náttúru.

Samstarfið felst í því að Reginn Í1 ehf mun ljúka byggingu íbúðarhússins að Sólmundarhöfða 7 á Akranesi, lækka húsið úr 8 hæðum í 6 með 25-34 íbúðum og ljúka byggingu hússins fyrir lok ársins 2012. Akraneskaupstaður mun leigja allt að 7 íbúðir í allt að 7 ár, endurgreiða gatnagerðargjöld sem nemur lækkun hússins og vinna í því að dvalarheimilið Höfði veiti íbúum Sólmundarhöfða 7 aðgang að þeirri þjónustu sem heimilið býður upp á.

Samkomulag við AkraneskaupstaðJón Múli Jónasson bæjarstjóri (t.v.) og Helgi S. Gunnarsson framkvæmdastjóri Regins (t.h.) handsala samkomulagið. Í baksýn er Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar.


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.