Almennar fréttir / 1. nóvember 2013

Reginn tekur þátt í Kauphallardeginum 16. nóvember í HR

NASDAQ OMX Iceland (Kauphöllin) og Háskólinn í Reykjavík (HR) standa í fyrsta skipti fyrir Kauphallardeginum í húsakynnum HR þann 16. nóvember milli kl. 13 og 16.

Reginn verður meðal þátttakenda og verður með bás þar sem starfsmenn Regins munu kynna félagið. 
Meðal Regins verða önnur skráð fyrirtæki á markaði,  bankar og sprotafyrirtæki.

Áhugaverðir fyrirlestrar verða í boði fyrir gesti og gangandi en dagskránna og nánari upplýsingar má finna hér. Auk þess verður eitthvað skemmtilegt fyrir yngstu kynslóðina og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Við hvetjum hluthafa, markaðsaðila og aðra áhugasama til að sækja þennan skemmtilega viðburð.

Kauphallardagur16112013

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.