Almennar fréttir / 21. nóvember 2014

Reginn semur við Nýherja


Reginn hefur valið Nýherja til að annast rekstur á tölvu- og netkerfum félagsins.

Í tilkynningunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja að það sé mikil viðurkenning fyrir félagið að eiga áfram samleið með félagi eins og Reginn en fyrirtækin hafa áður átt samstarf.  

„Öryggi, hagkvæmni og frumkvæði frá sérfræðingum í upplýsingatækni eru lykilþættir þegar kemur að því að velja samstarfsaðila á þessu sviði. Við höfum átt mjög gott samstarf við Nýherja á liðnum árum og hlökkum til þess að eiga áfram samleið með félagi, sem hefur markað sér skýra sýn í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á þjónustugæði,“ segir Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins í tilkynningunni. 



Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.