Almennar fréttir / 16. nóvember 2020

Reginn seldi græn skuldabréf í flokkinn REGINN50GB

Reginn lauk sölu á grænum skuldabréfum í flokknum REGINN50 GB þann 12. nóvember 2020.

Skuldabréfaflokkurinn, sem gefinn var út undir útgáfuramma félagsins, er verðtryggður til 30 ára og voru 7,5 milljarðar að markaðsvirði seldir í lokuðu útboði til fagfjárfesta. Skuldabréfin bera 2,477% vexti og voru seld á ávöxtunarkröfunni 2,50%. Áætlaður uppgjörsdagur útgáfunnar er 14. desember nk.

Sótt verður um skráningu skuldabréfanna á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf. Kröfur samkvæmt skuldabréfunum eru tryggðar samkvæmt sértæku tryggingarfyrirkomulagi með veði í Hagasmára 1 (Smáralind). Þar til tryggingarbréf flokksins verður komið á fyrsta veðrétt greiðir Reginn 0,5% (50 punkta) vaxtaauka.

Með sölu skuldabréfanna hefur félagið tryggt fjármagn til endurfjármögnunar á lánasamningi við fagfjárfestasjóðinn REG 2 Smáralind þann 14. desember nk. Lánasamningurinn ber í dag 3,95% vexti og greiðist 1,5% gjald við uppgreiðslu hans. Með uppgreiðslu lánasamningsins færist tryggingarbréf REGINN50 GB flokksins á fyrsta veðrétt og við það fellur niður áðurnefndur vaxtaauki. Tekur lækkunin gildi frá 20. febrúar 2021.

Í kjölfar útgáfunnar mun græn fjármögnun Regins nema 14,5 ma.kr. eða um 16% af fjármögnun félagsins.

Grænu umgjörðina ásamt vottun CICERO má nálgast á vefsíðu Regins á slóðinni https://www.reginn.is/en/investors/green-financing.

Fossar markaðir hf. höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna og veittu Reginn ráðgjöf við gerð umgjarðar um græna fjármögnun.

 

Nánari upplýsingar:
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is - S: 512 8900 / 899 6262

Annað fréttnæmt

30. jún.

Reginn gefur út græn skuldabréf

Reginn hefur, fyrst íslenskra fasteignafélaga, lokið sölu á grænum skuldabréfum. Reginn verður þar með fyrsti einkaaðilinn og fyrsta félagið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað til að gefa út slík bréf.
29. jún.

Nýr þjónustuvefur Regins

Reginn hefur opnað sérstakan þjónustuvef, mínar síður, þar sem viðskiptavinir geta nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar með rafrænum hætti og sparað sér sporin.