Almennar fréttir / 22. júní 2022

Reginn og Yuzu undirrita leigusamning

Undirritaður hefur verið samningur milli Regins og Yuzu ehf. um leigu á rými í Litlatúni 3, Garðabæ, þar sem Íslandspóstur var áður til húsa. Lokunin var hluti af stefnu Íslandspósts um fækkun afgreiðslustaða. Stefnt er því að Yuzu opni nýjan og ferskan veitingastað á haustmánuðum. Yuzu er þekkt fyrir frábæra hamborgara og góð gæði.“Eftir að fréttist að Pósturinn væri á förum, höfum við fundið mikinn áhuga frá aðilum sem vilja komast að í Litlatúni, enda staðsetning og lega hússins frábær. Við höfum náð að búa til skemmtilegan kjarna á svæðinu með fjölbreyttri flóru veitinga. Teljum við að staður eins og Yuzu og þau gæði sem vörumerkið stendur fyrir muni styrkja svæðið enn frekar og auka þar með á fjölbreytileikann og þá möguleika sem viðskiptavinum standa til boða“ segir Rúnar H. Bridde hjá Regin. 

Mynd: Rúnar H. Bridde, Reginn Hf. og Jón D. Davíðsson, Yuzu ehf.

Annað fréttnæmt

01. jún.

Stækkun Hafnartorgs fær nafnið Hafnartorg Gallery

Hafnartorgssvæðið stækkar umtalsvert í sumar en á næstu vikum opnar nýr áfangastaður með verslunum og veitingastöðum við gömlu höfnina í Reykjavík. Staðurinn hefur nú fengið nafnið Hafnartorg Gallery en þar verður að finna vandaðar verslanir, úrval af mat og drykk fyrir öll tækifæri auk menningartengdrar starfssemi.
27. apr.

Framtíðin í smásölu

Fyrsta skólavetri Smáralindarskólans lauk með fyrirlestri sem haldin var í Smárabíói þann 26. apríl. Fyrirlesturinn fjallaði um framtíðina í smásölu. Sænski retail ráðgjafinn, Håkan Pehrsson, hélt afar áhugavert erindi um hvernig smásölubransinn er að þróast og hvar helstu tækifærin liggja í smásölu næstu misserin.
10. jan.

Grænar áherslur Regins

Reginn er brautryðjandi og framsækið fasteignafélag sem telur grænar áherslur fyrirtækja vera einn af lykilþáttum í rekstri þeirra. Með samfélagslega ábyrga hugsun að leiðarljósi verða til ný viðskiptatækifæri og fyrirtæki verða samkeppnishæfari. Félagið einsetur sér að vera leiðandi í mótun og rekstri fasteigna með markvissum aðgerðum í rekstri þeirra, fjárfestingum, skipulagi, nýbyggingum og samvinnu við leigutaka.