Almennar fréttir / 22. júní 2022

Reginn og Yuzu undirrita leigusamning

Undirritaður hefur verið samningur milli Regins og Yuzu ehf. um leigu á rými í Litlatúni 3, Garðabæ, þar sem Íslandspóstur var áður til húsa. Lokunin var hluti af stefnu Íslandspósts um fækkun afgreiðslustaða. Stefnt er því að Yuzu opni nýjan og ferskan veitingastað á haustmánuðum. Yuzu er þekkt fyrir frábæra hamborgara og góð gæði.“Eftir að fréttist að Pósturinn væri á förum, höfum við fundið mikinn áhuga frá aðilum sem vilja komast að í Litlatúni, enda staðsetning og lega hússins frábær. Við höfum náð að búa til skemmtilegan kjarna á svæðinu með fjölbreyttri flóru veitinga. Teljum við að staður eins og Yuzu og þau gæði sem vörumerkið stendur fyrir muni styrkja svæðið enn frekar og auka þar með á fjölbreytileikann og þá möguleika sem viðskiptavinum standa til boða“ segir Rúnar H. Bridde hjá Regin. 

Mynd: Rúnar H. Bridde, Reginn Hf. og Jón D. Davíðsson, Yuzu ehf.

Annað fréttnæmt

21. sep.

Kaup Regins hf. á hlutafé í Klasa ehf. frágengin

Nýlega var það tilkynnt að kaup Regins hf. á hlutafé í Klasa ehf. væru frágengin. Fela þau viðskipti í sér kaup Regins á nýju hlutafé í Klasa en áður hafði Reginn undirritað viljayfirlýsingu við Haga, Klasa og KLS eignarhaldsfélag, þáverandi eiganda Klasa, um uppbyggingu félagsins.
19. ágú.

Hafnartorg Gallery hefur opnað

Hafnartorg Gallery, nýr áfangastaður með áherslu á mat, menningu og verslun hefur opnað dyr sínar við Geirsgötu í Reykjavík.