Almennar fréttir / 22. júní 2022

Reginn og Yuzu undirrita leigusamning

Undirritaður hefur verið samningur milli Regins og Yuzu ehf. um leigu á rými í Litlatúni 3, Garðabæ, þar sem Íslandspóstur var áður til húsa. Lokunin var hluti af stefnu Íslandspósts um fækkun afgreiðslustaða. Stefnt er því að Yuzu opni nýjan og ferskan veitingastað á haustmánuðum. Yuzu er þekkt fyrir frábæra hamborgara og góð gæði.“Eftir að fréttist að Pósturinn væri á förum, höfum við fundið mikinn áhuga frá aðilum sem vilja komast að í Litlatúni, enda staðsetning og lega hússins frábær. Við höfum náð að búa til skemmtilegan kjarna á svæðinu með fjölbreyttri flóru veitinga. Teljum við að staður eins og Yuzu og þau gæði sem vörumerkið stendur fyrir muni styrkja svæðið enn frekar og auka þar með á fjölbreytileikann og þá möguleika sem viðskiptavinum standa til boða“ segir Rúnar H. Bridde hjá Regin. 

Mynd: Rúnar H. Bridde, Reginn Hf. og Jón D. Davíðsson, Yuzu ehf.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.