Almennar fréttir / 26. janúar 2015

Reginn hf. uppfærir áhættustefnu sína

Reginn hf. hefur fengið Integra ráðgjöf, til að vinna með félaginu að uppfærslu og endurskoðun á áhættustefnu og áhættuvilja félagsins. Starfsmenn Integra ráðgjafar hafa sérfræðiþekkingu á sviði áhættustýringar og hafa veitt stórfyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf á því sviði. Þar á meðal má nefna Fjármálaeftirlitið, slitastjórn Kaupþings, Efnahags- og skattanefnd Alþingis og Seðlabanka Íslands. Integra ráðgjöf er í eigu Dr. Oddgeirs Ottesen og Dr. Gunnars Gunnarssonar sem eru með doktorsgráður frá Kaliforníuháskóla í Santa Barbara í hagfræði og stærðfræði. Gunnar vann áður í yfir 6 ár við áhættustýringu, síðast sem yfirmaður markaðsáhættu Íslandsbanka. Oddgeir hefur starfað í Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum og við ráðgjöf.

 

Reginn hf. leggur áherslu á mikla áhættuvitund starfsmanna, sem byggir m.a. á skýrri áhættustefnu og öflugri upplýsingagjöf um helstu áhættuþætti félagsins. Stýring áhættu er hluti af rekstri Regins og er henni ætlað að stuðla að því að félagið nái fram stefnu sinni og settum markmiðum. Í því felst að þekkja, skilgreina, uppgötva og greina áhættu, til þess að geta brugðist við, eytt áhættu eða lágmarkað hana. Sett hafa verið viðmið um áhættu og eftirlit er haft með henni. Með þjálfun starfsmanna og starfsreglum beitir Reginn öguðu eftirliti þar sem allir starfsmenn eru meðvitaðir um hlutverk sitt og skyldur.

 

Meðfylgjandi má sjá link á heimasíðu Integra ráðgjafar.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.