Almennar fréttir / 23. mars 2016

Reginn hf. - Hlutafjáraukning (1)

Stjórn Regins ákvað á fundi sínum þann 22. mars 2016 að nýta heimild í 4. gr. samþykkta félagsins sem samþykkt var á hluthafafundi Regins fyrr þann sama dag og hækka hlutafé í Regin um 126.600.000 krónur að nafnvirði á genginu 19,0 krónur á hlut. Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gildir ekki um hið nýja hlutafé. Hlutafjáraukningunni verður ráðstafað sem greiðslu fyrir hlutafé í fasteignafélögunum Ósvör ehf. og CFV 1 ehf. í samræmi við kaupsamning dags. 30. desember 2015.

 

Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukninguna er 1.428.700.000 krónur að nafnvirði og verður að henni lokinni 1.555.300.000 krónur að nafnvirði. Reginn á ekki eigin hluti. Hinir nýju hlutir veita réttindi í Regin frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar hjá Fyrirtækjaskrá. Sölubann gildir um hina nýju hluti þannig að 30% hlutanna verða seljanlegir við afhendingu, 60% eftir 6 mánuði og 100% eftir 9 mánuði frá afhendingu.

 

Hinir nýju hlutir verða afhentir eigendum fasteignafélaganna Ósvör ehf. og CFV 1 ehf. sem eru nokkrir. Af þessum aðilum er enginn með stærri hlut en 2% í Regin að undanskyldum Sigurði Sigurgeirssyni fagfjárfesti. Í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Mjölnisholt ehf. verður Sigurður sjötti stærsti hluthafinn í Regin.

 

Eftirfarandi er listi yfir 10 stærstu hluthafa í Regin eftir hlutafjáraukninguna:

 

Nr. Nafn Hlutir %
1 Lífeyrissjóður verslunarmanna             208.388.362     13,4%
2 Stefnir - ÍS 15             132.985.661     8,6%
3 Sigla ehf.             122.265.000     7,9%
4 Gildi - lífeyrissjóður             114.180.738     7,3%
5 Stapi lífeyrissjóður               88.719.956     5,7%
6 Mjölnisholt ehf.               58.157.363     3,7%
7 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda               56.337.947     3,6%
8 Sameinaði lífeyrissjóðurinn               51.643.860     3,3%
9 Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deild               44.800.000   2,9%
10 Stefnir – Samval               43.303.836     2,8%
10 stærstu hluthafar í Regin samtals             920.782.723     59,2%
Aðrir hluthafar             634.517.277     41,3%
Samtals           1.555.300.000     100,0%

 

Nánari upplýsingar veitir:

 

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262

 

 

 

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.