Almennar fréttir / 5. september 2013

Reginn hf. gerir kauptilboð í hlutabréf í Eik fasteignafélagi hf. (1)

Reginn hf. lagði  í dag fram tilboð í 100% hlutafjár í Eik fasteignafélagi hf.  Tilboðið nær til allra hluthafa þó þarf að lágmarki samþykki 68% eigenda hlutafjár í félaginu. Kauptilboðið miðast við að greitt verði fyrir allt hlutafé í félaginu með nýju hlutafé í Reginn hf., að nafnverði 603 m.kr., ef hluthafafundur Regins samþykkir kaupin. Gangi viðskiptin eftir og allt hlutafé í Eik fasteignafélagi hf. verði keypt mun það þýða að nýir eignarhlutir í Reginn hf. sem gefnir verða út vegna kaupanna munu nema u.þ.b. 32% af heildarhlutafé félagsins.

Kauptilboð  byggir á að hver hlutur í Reginn hf. sé metinn á 13,53 sem er meðalgengi síðustu fimm viðskiptadaga og hver hlutur í Eik fasteignafélagi hf. sé metinn á 5,05.

Framangreind tilboðsfjárhæð er byggð á uppgjörsupplýsingum sem hafa verið birtar á árinu 2013, þ.e. ársreikningi 2012 og uppgjöri fyrsta og annars ársfjórðungs 2013.  Ennfremur hefur tilboðsgjafi gefið sér eftirfarandi forsendur hvað varðar helstu lykiltölur í rekstri félagsins fyrir árið 2013:

·         Leigutekjur félagsins verði um 1.900 m.kr. m.v. núverandi eignasafn (staða 30. júní 2013). Byggir þessi forsenda á hækkun leigutekna á fyrsta og öðrum ársfjórðungi milli áranna 2012 og 2013 samkvæmt kynntum uppgjörum fyrir sama tímabil 2013.

·         Rekstrarhagnaður  fyrir matsbreytingar og afskriftir (EBITDA) verði amk. 1.450 m.kr.

·         Langtímaskuldir félagsins séu ekki yfir 14.900 m.kr.

·         Ekki er gert ráð fyrir að félagið SMI ehf. eða fasteignir í þess eigu séu meðal eigna félagsins við kaupin eða að skuldbindingar um þau kaup hafi verið gerðar.

Tilboðið sem gildir til kl. 16:00 þann 20. september n.k. er með fyrirvara um að tilboðsgjafi  fái aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum félagsins til að unnt verði að framkvæma lögfræðilega-, fjárhagslega-, tæknilega- og skattalega áreiðanleikakönnun á félaginu.  Auk þess er tilboð þetta gert með fyrirvara um samþykki hluthafa Regins, eftirlitsaðila eins og Samkeppniseftirlitsins og að nýtt hlutafé verði skráð í Kauphöll. Ef af viðskiptunum verður þá er áætlað að þeim verði lokið fyrir áramót 2013/2014.

 


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.