Almennar fréttir / 18. september 2013

Reginn hf. gerir breytingar á kauptilboði í hlutabréf í Eik fasteignafélagi hf. (1)

Vísað er í áður senda tilkynningu um tilboð Regins hf. í allt að 100% hlutafjár í Eik fasteignafélagi hf., dags. 5. september sl. Eftir að Reginn hf. lagði tilboðið fram hafa verið haldnir kynningarfundir með tilboðshöfum. Á þeim fundum hafa komið fram ábendingar og athugasemdir sem Reginn hf. hefur tekið til skoðunar. Vegna þessa sendi Reginn hf. bréf eftir lokun markaðar í dag 17. september til stjórnar og hluthafa Eikar fasteignafélags um breytingar í tengslum við tilboðsgerðina.

Reginn hf. fellur frá þeirri forsendu sem kemur fram í kauptilboðinu að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir (Ebitda) verði a.m.k. 1.450 m.kr. Gengur Reginn hf. því út frá því við tilboðið að leigutekjur félagsins á ársgrundvelli verði um 1.900 m.kr. miðað við núverandi eignasafn, langtímaskuldir séu ekki yfir 14.900 m.kr. þann 30. júní sl. og taki ekki öðrum breytingum en verðlagsbreytingum frá þeim tíma og að SMI ehf. eða fasteignir í þess eigu séu ekki meðal eigna Eikar. Varðandi framangreindar forsendur um fjárhagsleg atriði lítur Reginn hf. svo á að gögn sem gefi nægilega trygga vísbendingu um þessi atriði muni liggja fyrir við gerð áreiðanleikakannana.

Að auki hefur Reginn hf. fallið frá fyrirvara um að Reginn hf. áskilji sér rétt til að lækka tilboðsverðið einhliða ef niðurstöður áreiðanleikakannana leiða í ljós atriði sem breyta verðmatinu. Komi til þess að Reginn hf. telji eftir gerð áreiðanleikakannana að tilboðsverðið sé of hátt þar sem forsendur sem gefnar eru hafa ekki staðist, áskilur Reginn hf. sér rétt til að falla bótalaust frá tilboðinu.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.