Almennar fréttir / 18. nóvember 2014

Reginn hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2014

Reginn mun birta uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2014, að loknum stjórnarfundi 25. nóvember 2014 eftir lokun markaða.

Af því tilefni býður Reginn til opins kynningarfundar miðvikudaginn 26. nóvember í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7 á 2. hæð kl: 08:30.

Fundinum verður einnig varpað í gegnum netið á eftirfarandi slóð:

http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Play/7395499fa351456298b9f99b0f1515051d

Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins kynnir uppgjörið og svarar spurningum að lokinni kynningu. Einnig verða kynntar áherslur í rekstri félagsins og helstu verkefni framundan.

Boðið verður upp á morgunverð.

Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið fjarfestatengsl@reginn.is

Annað fréttnæmt

01. jún.

Stækkun Hafnartorgs fær nafnið Hafnartorg Gallery

Hafnartorgssvæðið stækkar umtalsvert í sumar en á næstu vikum opnar nýr áfangastaður með verslunum og veitingastöðum við gömlu höfnina í Reykjavík. Staðurinn hefur nú fengið nafnið Hafnartorg Gallery en þar verður að finna vandaðar verslanir, úrval af mat og drykk fyrir öll tækifæri auk menningartengdrar starfssemi.
27. apr.

Framtíðin í smásölu

Fyrsta skólavetri Smáralindarskólans lauk með fyrirlestri sem haldin var í Smárabíói þann 26. apríl. Fyrirlesturinn fjallaði um framtíðina í smásölu. Sænski retail ráðgjafinn, Håkan Pehrsson, hélt afar áhugavert erindi um hvernig smásölubransinn er að þróast og hvar helstu tækifærin liggja í smásölu næstu misserin.