Almennar fréttir / 20. nóvember 2023

Reginn hagnast um 5,1 milljarð á fyrstu 9 mánuðum ársins 2023 - hagnaður eykst um 10,6%

16. nóvember sl. kynnti Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins níu mánaða uppgjör á rafrænum kynningarfundi sem var sendur út í beinu streymi.

Árshlutareikning, umhverfisuppgjör, tilkynningu um uppgjör, fjárfestakynningu og upptöku af kynningunni má nálgast á vef Regins með því að smella hér.

 

 

 Helstu atriði 9 mánaða uppgjörs:

 

  • Rekstrartekjur voru 10,1 ma.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins og leigutekjur hækka um 14,7% frá fyrra ári.
  • EBITDA nam 6,9 ma.kr. og hækkar um 13,1%.
  • Hagnaður var 5,1 ma.kr. en nam 4,6 ma.kr. á sama tímabili í fyrra.
  • Fjárfestingaeignir eru bókfærðar á 184,4 ma.kr.
  • Hækkun áhættulausra vaxta í september 2023 leiðir til lækkunar á virðismati um tæplega 1,4 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi, en virðismat er jákvætt um 8,7 ma.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins.
  • Handbært fé frá rekstri nam 3,8 ma.kr. og var handbært fé 3,8 ma.kr. í lok tímabils.
  • Vaxtaberandi skuldir eru 115,8 ma.kr. í lok tímabils og hækkuðu um 6,7 ma.kr. frá áramótum.
  • Skuldahlutfall var 63,9% og eiginfjárhlutfall 30,4% í lok tímabils.
  • Hagnaður á hlut fyrir tímabilið nam 2,81 kr. en var 2,54 kr. á sama tíma í fyrra.

Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins:

„Rekstur félagsins er í takt við uppfærða áætlun sem birt var í kynningu á hálfsársuppgjöri. Tekjuvöxtur er 14,7% á fyrstu níu mánuðum ársins sem jafngildir 5,3% rauntekjuvexti. Útleiguhlutfall er 97,5% sem er sambærilegt og verið hefur. Um 45% af tekjum félagsins koma frá opinberum aðilum annars vegar
og skráðum fyrirtækjum hins vegar. Vanskil leigutaka eru lág og mörg útleiguverkefni í burðarliðnum. Þrjú þróunarverkefni fara í útleigu á næstu misserum.

Sunnuhlíð 12 á Akureyri sem er nýr heilsutengdur þjónustukjarni, Eignarhluti Regins er samtals um 4.700 m2 og þar af eru um 4.070 m2 af nýjum eða endurbyggðum rýmum. Nú þegar hafa um 2/3 rýmisins verið leigðir út, þar af 1.840 m2 fyrir heilsugæslustöð, 570 m2 undir sjúkraþjálfun og 250 m2 undir lyfjaverslun. Á þriðju hæð í Smáralind er unnið að um 3.000 m2 hágæða skrifstofurými, þar af um 1.000 m2 í fyrsta áfanga sem tilbúinn verður nú um áramót. Að auki eru fyrstu leigutakar að taka við verslunarrýmum í Smárabyggð, samtals um 1.850 m2 af nýjum verslunar- og þjónusturýmum við Sunnu- og Silfursmára í Kópavogi. Höfðatorg er í fullri útleigu og þróun Hafnartorgs hefur verið jákvæð á tímabilinu þar sem leigutekjur svæðisins hafa tvöfaldast frá sama tímabili í fyrra.

Það er markmið félagins að breið sátt náist um yfirtökutilboð í Eik fasteignafélag hf. og tilboðsfrestur hefur verið framlengdur til 11. desember næstkomandi. Þann 2. nóvember síðastliðinn tilkynnti
Samkeppniseftirlitið um frekari rannsókn á samkeppnislegum áhrifum samrunans og hefur málið verið fært í fasa II.“


Annað fréttnæmt

15. maí

Hverfahleðsla við Smáralind

Það gleður okkur að kynna „hverfahleðslu“ við Smáralind. Með henni bjóðum við nágrönnum okkar og öðrum upp á hefðbundna hverfahleðslu frá klukkan 19:00 til 08:00 að morgni þar sem slegið er verulega af mínútugjaldi.
19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.