Almennar fréttir / 29. ágúst 2022

Reginn er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 2021-22

Regin var á dögunum veitt viðurkenning vegna góðra stjórnarhátta og nafnbótin „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. Dagbjört Erla Einarsdóttir, yfirlögfræðingur félagsins tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd Regins.

Viðurkenningin byggir á úttekt á stjórnarháttum félagsins og var Reginn eitt af 16 fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna að þessu sinni. Úttektin tekur mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti sem eru gefnar út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi. Stjórnvísi er umsjónaraðili viðurkenningarferlisins.

Við erum afar stolt af þessari mikilvægu viðurkenningu.

Annað fréttnæmt

29. mar.

Ungir frumkvöðlar í Smáralind

700 ungmenni kynntu viðskiptahugmyndir sínar í Smáralind 24. og 25. mars en Reginn og Smáralind hafa um árabil stutt við JA Iceland og hefur árleg Vörumessa Ungra frumkvöðla farið fram í Smáralind.
22. mar.

Hönnun á Hafnartorgi verðlaunuð

Hönnun á Hafnartorgi hlaut gullverðlaun á verðlaunahátíð FÍT, Fé­lags ís­lenskra teikn­ara sem fram fór í 22. sinn 17. mars sl. Þar voru veitt­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir það besta í graf­ískri hönn­un og mynd­lýs­ing­um á Íslandi.
27. feb.

Reginn efst fasteignafélaga

Nýverið birti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) UFS mat Reitunar á innlendu eignasafni lífeyrissjóðsins. Í samantekt þeirra kemur fram að Reginn er efst fasteignafélaga og hækkar um tvö stig frá fyrra ári.