Almennar fréttir / 2. maí 2023

Reginn er bakhjarl Hönnunarmars

Reginn er stoltur bakhjarl og samstarfsaðili HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
Hönnunarmars er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi og því er það okkur sannur heiður að taka þátt í og styðja við verkefnið. Hafnartorg er aðal sýningarkjarni hátíðarinnar, þungamiðja fyrir gesti hátíðarinnar sem gefst tækifæri til að upplifa framúrskarandi hönnun í þessu nýja miðborgarhverfi í Reykjavík þar sem fjölmargar sýningar hátíðarinnar verða staðsettar. Við hvetjum alla til að njóta tilverunnar á Hafnartorgi þar sem verslun, menning, þjónusta, matur og drykkur skapa fjölbreytt mannlíf í hjarta Reykjavíkur.
Hér eru þær sýningar sem verða á Hafnartorgssvæðinu.

https://honnunarmars.is/dagskra/2023?area=508

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.