Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Reginn ehf. boðar skráningu fasteignafélags í kauphöll

Reginn ehf. hefur ákveðið að skrá Fasteignafélag Íslands í Kauphöll á næsta ári. Í Fasteignafélagi Íslands verða bæði Smáralind og Egilshöll, tvær helstu eignir Regins, sem og aðrar eignir sem tilkynnt verður um síðar. Vinna við undirbúning að skráningarferli  er þegar hafin og rætt hefur verið forsvarsmenn kauphallarinnar og aðra sem málinu tengjast.

Forsvarsmenn Regins ehf. telja að skráning geti farið fram undir lok árs 2011, en þá verður endurfjármögnun og endurskipulagningu rekstrar eignanna lokið. Reiknað er með að formlegur undirbúningur fyrir skráningu hefjist í mars og taki 4 - 6 mánuði.

Fasteignafélag Íslands var á sínum tíma stofnað um rekstur Smáralindar. Framkvæmdastjóri var ráðinn til félagsins fyrr í þessum mánuði og nýr fjármálastjóri hefur tekið við.

Ekkert fasteignafélag er skráð í kauphöll á Íslandi sem stendur en slíkt er algengt víða um heim.

Stærstu eignir Fasteignafélags Íslands verða verslunarmiðstöðin Smáralind og Egilshöll. Smáralindin var opnuð árið 2001. Hún er stærsta verslunarmiðstöð landsins, eða um 63.000 fermetrar, þar af rúmlega 40.000 fermetrar undir verslun og þjónustu. Heildarfjöldi verslana og þjónustufyrirtækja er 95 og á síðasta ári voru viðskiptavinir Smáralindar um 4 milljónir. Egilshöll í Grafarvogi er stærsta afþreyingar- og íþróttamiðstöð á Íslandi. Húsið er um 31.000 m2 og skiptist í knattspyrnusal, skólaíþróttasal, skautahöll, skotæfingasvæði, kvikmyndahús og keiluhöll og ýmsa smærri sali skrifstofu, þjónustu, og margt fleira.

Reginn ehf. er dótturfélag Landsbankans. Reginn tók til starfa vorið 2009 og fer með eignarhald á eignum sem bankinn eignast í kjölfar fullnustuaðgerða eða annars konar skuldaskila. Félagið ber ábyrgð á umsýslu og ráðstöfun fasteigna eða fasteignafélaga.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.