Almennar fréttir / 27. febrúar 2023

Reginn efst fasteignafélaga

 Nýverið birti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) UFS mat Reitunar á innlendu eignasafni lífeyrissjóðsins miðað við eignastöðu LSR í lok júní 2022 og má sjá það hér. LSR er stærsti hluthafi Regins í dag.

Reitun framkvæmir UFS áhættumöt fyrir innlendan markað þar sem sjálfbærnistaða rekstraraðila er metin. Reitun hefur framkvæmt UFS möt á öllum skráðum útgefendum hluta– og skuldabréfa í íslenskri Kauphöll síðan árið 2020 þar sem helstu viðskiptavinir eru fagfjárfestar.

Í samantekt LSR kemur fram að Reginn er í flokki B1 (Gott) þar sem neðri mörk eru 80 og efri mörk eru 85, en einkunn Regins eftir mat Reitunar er 82 stig. Það gerir það að verkum að Reginn er efst þeirra fasteignafélaga sem eru með skráð hlutabréf í Kauphöll Íslands. Matið var framkvæmt sl. haust og hækkaði Reginn um 2 stig frá fyrra ári. Næsti flokkur er A3 en þar eru bankar og opinberar stofnanir.

Niðurstaða þessi styrkir trú félagsins að sjálfbærniáherslur félagsins séu lykilþáttur hjá Regin. Það er mat félagsins að fjárfestar séu farnir að líta til félaga sem innleiði sjálfbærni í sem flesta þætti starfsemi sinnar. Í fjárfestingarstefnu Regins kemur meðal annars fram að við val á fjárfestingarkostum sé litið til sjálfbærnistefnu. Það er trú Regins að áhersla á sjálfbærni dragi úr áhættu í rekstri og styrki arðsemi til lengri tíma litið.

Frekari upplýsingar um sjálfbærnigreiningar og UFS möt hjá Reitun má sjá hér.

 

Annað fréttnæmt

29. mar.

Ungir frumkvöðlar í Smáralind

700 ungmenni kynntu viðskiptahugmyndir sínar í Smáralind 24. og 25. mars en Reginn og Smáralind hafa um árabil stutt við JA Iceland og hefur árleg Vörumessa Ungra frumkvöðla farið fram í Smáralind.
22. mar.

Hönnun á Hafnartorgi verðlaunuð

Hönnun á Hafnartorgi hlaut gullverðlaun á verðlaunahátíð FÍT, Fé­lags ís­lenskra teikn­ara sem fram fór í 22. sinn 17. mars sl. Þar voru veitt­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir það besta í graf­ískri hönn­un og mynd­lýs­ing­um á Íslandi.
22. feb.

Lúxusvöruverslun með Gucci og Burberry opnar á Hafnartorgi

Lúxusvöruverslunin Collage the Shop mun opna verslun á Hafnartorgi í sumar. Verslunin býður upp á mörg af vinsælustu hátískumerkjum heims og má þar nefna Gucci, Bottega Veneta, Burberry, Mulberry, Loewe, Balenciaga, Valentino og Saint Laurent.