Almennar fréttir / 27. júní 2013

Reginn A1 ehf. undirritar samkomulag við óstofnað félag kröfuhafa þrb. Norðurturnsins ehf. um heildsöluleigu á tveimur hæðum Norðurturnsins.

Dótturfélag Regins hf., Reginn A1 ehf., hefur undirritað samkomulag við óstofnað félag kröfuhafa þrb. Norðurturnsins ehf. um heildsöluleigu á tveimur hæðum Norðurturnsins. Aðilar að samkomulaginu eru einnig Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. Hið óstofnaða félag verður eigandi turnsins.

Um er að ræða leigu á 1. og 2. hæð Norðurturnsins sem tengist Smáralind á báðum hæðum, leigusvæði getur orðið allt að 2.500 m2. Samkomulag er háð fyrirvörum þar á meðal um fjármögnun byggingu hans.

Reginn A1 mun í framhaldi framleigja allt rýmið til þriðja aðila, nú þegar hefur verið undirritað samkomulag við Baðhúsið ehf. um gerð leigusamnings á 2. hæð Norðurturnsins með tengingu og aðkomu inn í Smáralind á 2. hæð.

Að mati Regins þá hefur ofangreint samkomulag og samningar ekki teljandi bein áhrif á afkomu félagsins, sem og er fjárhagsleg áhætta Regins lítil. Það er hinsvegar mat Regins að útleiga turnsins að hluta eða öllu leyti muni hafa mjög jákvæð áhrif á rekstur og starfsemi þeirra félaga sem starfandi eru í Smáralind.

Á myndinni má sjá fulltrúa Regins og eigenda Norðurturnsins

Undirritun.27.6

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.