Almennar fréttir / 25. mars 2019

Opnanir nýrra verslana í Smáralind


Miklar umbreytingar hafa átt sér stað í verslunarflóru Smáralindar með nýjum vörumerkjum sem þegar hafa opnað verslanir auk nýrra verslana sem eiga að opna á vormánuðum.
Verslunin New Yorker opnaði verslun í austurenda Smáralindar í desember sl. Verslunin er yfir 1.000 m2 á stærð. Boðið er upp á fatnað með áherslu á ungmenni og hagstæð verð. Auk þessa opnaði H&M Home í vesturenda Smáralindar í desember. Verslunin er alls 420 m2 að stærð og við hliðina á H&M verslun með fatnað á sama svæði. Í versluninni er fjölbreytt vöruúrval og má finna búsáhöld, lín og skrautmuni fyrir heimilið.

Verslunin ber keim af sambærilegum verslunum erlendis. Hönnun á rýmum hefur verið í höndum ASK arkitekta en framkvæmdir hafa verið á vegum ÍAV.
Söstrene Grene hafa einnig opnað nýja og endurbætta verslun í Smáralind. Verslunin er í dag yfir 500 m2.Við stækkunina hefur vöruúrval aukist mikið frá því sem áður var auk bætts aðgengis fyrir viðskiptavini.

Á vormánuðum munu einnig verslanir Weekday og Monki opna verslanir í vesturenda hússins. Monki er sænskt vörumerki og hönnunin er innblásin af norrænni hönnun og asískri götutísku. Weekday leggur áherslu á gallaefni, götustíl og ungmenningu í hönnun sinni.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.