Almennar fréttir / 25. mars 2019

Opnanir nýrra verslana í Smáralind


Miklar umbreytingar hafa átt sér stað í verslunarflóru Smáralindar með nýjum vörumerkjum sem þegar hafa opnað verslanir auk nýrra verslana sem eiga að opna á vormánuðum.
Verslunin New Yorker opnaði verslun í austurenda Smáralindar í desember sl. Verslunin er yfir 1.000 m2 á stærð. Boðið er upp á fatnað með áherslu á ungmenni og hagstæð verð. Auk þessa opnaði H&M Home í vesturenda Smáralindar í desember. Verslunin er alls 420 m2 að stærð og við hliðina á H&M verslun með fatnað á sama svæði. Í versluninni er fjölbreytt vöruúrval og má finna búsáhöld, lín og skrautmuni fyrir heimilið.

Verslunin ber keim af sambærilegum verslunum erlendis. Hönnun á rýmum hefur verið í höndum ASK arkitekta en framkvæmdir hafa verið á vegum ÍAV.
Söstrene Grene hafa einnig opnað nýja og endurbætta verslun í Smáralind. Verslunin er í dag yfir 500 m2.Við stækkunina hefur vöruúrval aukist mikið frá því sem áður var auk bætts aðgengis fyrir viðskiptavini.

Á vormánuðum munu einnig verslanir Weekday og Monki opna verslanir í vesturenda hússins. Monki er sænskt vörumerki og hönnunin er innblásin af norrænni hönnun og asískri götutísku. Weekday leggur áherslu á gallaefni, götustíl og ungmenningu í hönnun sinni.

Annað fréttnæmt

30. jún.

Reginn gefur út græn skuldabréf

Reginn hefur, fyrst íslenskra fasteignafélaga, lokið sölu á grænum skuldabréfum. Reginn verður þar með fyrsti einkaaðilinn og fyrsta félagið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað til að gefa út slík bréf.
29. jún.

Nýr þjónustuvefur Regins

Reginn hefur opnað sérstakan þjónustuvef, mínar síður, þar sem viðskiptavinir geta nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar með rafrænum hætti og sparað sér sporin.
14. maí

Uppgjör 1F 2020

Rekstur félagsins er traustur en áhrifa af COVID gætir í rekstrinum og forsendur fyrir áður birtri rekstraráætlun því breyttar. Rekstrartekjur námu 2.390 m.kr. og þar af námu leigutekjur 2.241 m.kr. Leigutekjur standa nánast í stað á milli ára m.v. krónutölu, sem þýðir 2% lækkun leigutekna að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Ástæða þess eru neikvæð áhrif á veltutengda leigu og umbreyting á leigurýmum.