Almennar fréttir / 2. nóvember 2015

Nýtt fimleikahús vígt

Húsið sem er  um 2.300 fermetrar hefur verið í byggingu frá 2014 og er nú orðið fullbúið og tilbúið til notkunar. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið sem án efa mun styrkja fimleikadeild Fjölnis sem verður með starfsemi í húsinu. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, ásamt Helga S. Gunnarssyni forstjóra fasteignafélagsins Regins hf. vígðu húsið við hátíðlega athöfn.

Reginn fasteignafélag er eigandi byggingarinnar og Reykjavíkurborg leigutaki.

Egilshöll er stærsta íþrótta- og afþreygingarmiðstöð Íslands og er heildarstærð byggingarinnar um 34 þúsund fermetrar.

Fjölbreytt starfsemi er í húsinu;  SAMbíóin, Keiluhöllin, veitingastaðurinn Shake & Pizza sem opnar innan skamms, skautafélagið Björninn, World Class, Sólbaðsstofan Sælan, Skotfélag Reykjavíkur, íþróttafélagið Fjölnir og dagvistun á vegum Reykjavíkurborgar.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.