Almennar fréttir / 12. júlí 2013

Nýr leigusamningur við Mentor ehf.

Í gær, 11.júlí, var undirritaður leigusamningur við Mentor um eina hæð í Fellsmúla 26 í Reykjavík. Samningurinn er til 3 ára og er ráðgert að fyrirtækið flytji starfsemi sína í mánuðinum.

Mentor hefur þróað upplýsingakerfi sem er notað af skólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum í nokkrum löndum. Mentor kerfið er heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. Nýlega var Mentor valið eitt af þremur framsæknustu tæknifyrirtækjum í Evrópu á sviði menntunar á ráðstefnunni EdTech Europe 2013. Sjá meira á heimasíðu fyrirtækisins hér.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.