Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Nýr leigusamningur í Brúarvogi 1-3, Reykjavík

Lífland ehf. hefur gert leigusamning um 4.000 fermetra húsnæði í Brúarvogi 1-3.  Um er að ræða húsnæði fyrir verslun, lager og skrifstofu. Fyrirtækið er í dag á þremur stöðum og er áætlunin að sameina starfsemina á einn stað.  Reiknað er með að flutningi og sameiningu starfseminnar í Brúarvog verði lokið í byrjun maí. Reginn hefur auglýst útboð á innréttingu húsnæðisins og verða þau opnuð í byrjun janúar.

Starfsemi Líflands lýtur annars vegar að þjónustu tengdri landbúnaði og hins vegar hestaíþróttum, dýrahaldi og útivist. 

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.