Almennar fréttir / 12. desember 2012

Nýr fjármálastjóri tekur við hjá  Reginn hf.  í mars 2013

Johann SigurjonssonJóhann Sigurjónsson viðskiptafræðingur mun taka við sem fjármálastjóri fasteignafélagsins Regins hf. þann 1. mars nk.  Jóhann hefur síðan 2010 verið fjármálastjóri Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf. , sem er ein af meginstoðum samstæðu Regins,  jafnhliða sem hann hefur starfað á fjármálasviði Regins.
Jóhann þekkir því vel til innviða og starfsemi Regins. Jóhann hefur langa reynslu sem fjármálastjóri í félagi skráðu á verðbréfamarkað en hann var fjármálastjóri og regluvörður  HB Granda hf. á árunum 2002 – 2010, þar áður starfaði Jóhann m.a. hjá Íslandsbanka, Glitni, Pharmaco og sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ.

Anna Sif Jónsdóttir, núverandi fjármálastjóri Regins, mun hverfa til starfa hjá MP banka.  Anna hefur verið fjármálastjóri Regins frá hausti 2009 og því gengt leiðandi og krefjandi hlutverki innan félagsins í gegnum vel heppnaðan uppbyggingar- og skráningaferil Regins.  Reginn hf. og Anna Sif  hafa komist að samkomulagi um að hún starfi til  1. mars 2013.  Stjórn og starfsfólk Regins hf.  óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.