Almennar fréttir / 26. júní 2013

Nýjungar í Smáralind

Tvær nýjar verslanir bætast við úrvalið í Smáralind í sumar.
Danska undirfatakeðjan Change opnaði 7. júní síðastliðinn á 2. hæð, en þetta er eina verslun Change á Íslandi. Þann 8. ágúst næstkomandi mun alþjóðlega tískufatakeðjan Esprit einnig opna verslun en þar verða í boði vörur fyrir bæði dömur og herra.

Sú nýjung að bjóða erlendum ferðamönnum upp á rútuferðir frá miðbæ Reykjavíkur í Smáralind hefur einnig bæst við þjónustu á vegum Smáralindar og byrjuðu ferðir rútunnar nýlega. Frá og með 27. júní verða fjórar ferðir frá miðbæ Reykjavíkur í Smáralind og fimm ferðir til baka alla virka daga og á laugardögum. Fleiri ferðir verða á fimmtudögum vegna lengri opnunartíma og þrjár ferðir fram og til baka á sunnudögum.

smaralind-bus-websmall


Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.