Almennar fréttir / 10. október 2013

Nýju markaðsátaki Smáralindar hleypt af stað.


Í tengslum við 12 ára afmæli  verslanamiðstöðvarinnar Smáralindar var kröftugu markaðsátaki hleypt af stað í dag.  Um er að ræða nýjar auglýsingar af ýmsum toga, ný heimasíða á www.smaralind.is og nýjar merkingar innan- og utanhúss. Ásýnd Smáralindar verður nú litrík og skemmtileg og nýja slagorðið Smáralind – góða skemmtun er í fyrirrúmi. Hér má sjá nýju sjónvarpsauglýsinguna.

Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð á Íslandi, með fjölbreytt úrval verslana, veitingastaða og þjónustu. Í Smáralind er einnig að finna Skemmtigarðinn sem m.a. hlaut verðlaun sem besti innanhúss skemmtigarður heims árið 2012, og Smárabíó sem er vinsælasta bíó landsins.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.