Almennar fréttir / 3. mars 2017

Nýir starfsmenn

Reginn hefur fengið til liðs við sig eftirfarandi aðila sem þegar hafa hafið störf hjá félaginu.

Sunna Hrönn Sigmarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri dótturfélaganna Knatthallarinnar ehf. og Kvikmyndahallarinnar ehf. Sunna mun taka sæti í framkvæmdastjórn Regins.

Sunna hefur mikla reynslu af stærri og flóknari rekstri tengt fasteignum, útleigu, þróun og uppbyggingu og mun koma að slíkum verkefnum hjá Regin. Sunna starfaði áður sem framkvæmdastjóri fasteignasviðs Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss frá 2011 þar sem hún hafði umsjón með rekstri, viðhaldi og útleigu. Auk þessa sat Sunna í framkvæmdaráði Hörpu og Rekstrarfélaginu Stæða slhf. Einnig starfaði Sunna sem skrifstofustofustjóri Eignarhaldsfélagsins Portus hf. frá 2006 - 2011. Sunna hefur lokið B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Breyting þessi á framkvæmdastjórn félagsins er meðal skrefa hjá Reginn til að styrkja og þróa Egilshöll enn frekar með innri vexti og uppbyggingu til framtíðar.

María Rúnarsdóttir

María Rúnarsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrar- og þjónustustjóri hjá Reginn. María starfaði áður sem vörustjóri hjá Olíuverzlun Íslands frá 2013. María hefur lokið M.Sc. í rekstrarverkfræði frá DTU árið 2012 auk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á tungumál og alþjóðaviðskipti árið 2010.

María mun hafa umsjón með stýringu og utanumhaldi á þjónustusamningum vegna reksturs í fasteignum, s.s. ræstinga, þrifa, húsumsjónar, öryggisgæslu, þjónustuborðs auk þess að vera með utanumhald um húsfélög í fasteignum félagsins. María mun einnig leiða og byggja upp nýjar og auknar áherslur til vistvænni fasteignarekstrar í samstarfi við framkvæmdastjóra dótturfélaga.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is– S: 512 8900 / 899 6262

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.