Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Ný viðskiptatækifæri í Egilshöll

Reginn ehf. hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í forvali vegna útboðs á viðskiptatækifærum í Egilshöll.

Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á starfsemi og uppbyggingu Egilshallar á undanförnum mánuðum og er rekstrargrundvöllur Egilshallarinnar nú mjög traustur með langtímasamningum við Reykjavíkurborg og Sambíóin sem leigja stærstan hluta hússins. Með breyttum aðstæðum hefur skapast rými og svigrúm fyrir fjölbreytt viðskiptatækifæri í Egilshöll.

Reginn ehf. einsetti sér strax í upphafi að hafa sem víðtækast samráð við hagsmunaaðila um vænlega þjónustu og aðstöðu og einnig að hafa ferlið við útboð á leigu í Egilshöll eins gegnsætt og kostur er. Leitað var til íþróttafélaga, hverfafélaga, íbúasamtaka o.fl. í hverfunum í kringum Egilshöllina og kallað eftir hugmyndum um vörur og þjónustu sem íbúar hverfanna vildu sjá í endurbættri Egilshöll. Einnig var haft samráð við ITR, IBR og SAM bíóin þar sem þeir aðilar eru nú þegar hryggjarstykkið í Egilshöllinni. Fundirnir skiluðu ríflega 1800 hugmyndum. Þegar þær voru bornar saman sáust greinilega ákveðnar áherslur og óskir sem stóðu upp úr að mati fundamanna. Það er síðan hlutverk áhugasamra einstaklinga og fyrirtækja að skoða þau viðskiptatækifæri sem í Egilshöllinni felast. Egilshöllin býður upp á fjölmarga möguleika og er hún stærri en flesta grunar. Í heildina er Egilshöllin nú um 30.000 m2 og þar af er um 6.000 m2 óráðstafað. Reginn ehf.  hvetur alla áhugasama til að kynna sér málið vel, ná sér í forvalsgögn og renna við og sjá hvað er í boði á kynningarfundinum 25. ágúst en kynning hefst kl 14.00 í Egilshöllinni og stendur yfir í um 35-45 mínútur og síðan er húsið til sýnis með leiðsögn fyrir áhugasama.

Forvalsgögn verða aðgengileg á vef VSÓ Ráðgjöf  www.vso.is  frá og með mánudeginum  16. ágúst nk.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.