Almennar fréttir / 14. febrúar 2012

Ný rekstrartækifæri í Egilshöll - Kynningarfundur

Reginn ehf. býður til kynningarfundar um Egilshöll, viðskiptatækifæri í henni og útboðsferlið, miðvikudaginn 25. ágúst.

Kynningin verður haldin í Egilshöll og hefst við anddyri hennar kl. 14.00.

Brátt lýkur framkvæmdum við kvikmyndahús Sambíóanna í Egilshöll. Nú þegar er ýmiskonar starfsemi í höllinni, s.s. spark- og tennisvellir, skautasvell, íþróttasalir, Heilsuakademían og skrifstofur. Í höllina koma daglega um 1.360 gestir. Í nóvember opnar kvikmyndahúsið og áætlað er að um 1.000 bíógestir sæki bíóið á degi hverjum.

Má því reikna með um 2.400 gestum daglega, miðað við þá starfsemi sem þá verður í húsinu.

Enn eru um 6.000 m² til ráðstöfunar undir þjónustu, verslun og afþreyingu og Egilshöll býður upp á mikla möguleika.

Margar stærðir af leiguhúsnæði eru í boði, jafnt innan dyra sem utan.

Valkostir sem standa rekstraraðilum til boða:

  • Leiga á aðstöðu í sérrýmum.
  • Leiga á aðstöðu á sameiginlegum svæðum.
  • Aðstaða án útleigurýmis, s.s. sala á einstökum viðburðum.

Á fundinum gefst áhugasömum tækifæri til kynna sér aðstæður og útboðsferlið nánar.

Forvalsgögn

Nánari upplýsingar á útboðssíðu VSÓ Ráðgjafar

Auglýsingar

Blaðaauglýsing

Fylgirit

Tækifærin bíða

Kynningarmyndband

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.