Almennar fréttir / 15. mars 2017

Niðurstöður aðalfundar Regins hf. 2017

Aðalfundur Regins hf. var haldinn klukkan 16:00, miðvikudaginn 15. mars 2017  í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Björtuloftum, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.

1.   Ársreikningur:

Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2016.

2.  Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2016:

Aðalfundur samþykkti að ekki yrði greiddur arður á árinu 2017 en að öðru leyti vísast til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum félagsins á árinu. Hagnaður verður fluttur til næsta árs.

 

3.  Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu:

Aðalfundur samþykkti framlagða starfskjarastefnu.

 

4.  Heimild til kaupa á eigin hlutum:

Ekki var lögð fram tillaga um kaup á eigin bréfum.

5.   Breyting á samþykktum félagsins:

Ekki lágu fyrir tillögur um breytingar á samþykktum félagsins.

6.   Kosning félagsstjórnar:

Eftirfarandi einstaklingar voru sjálfkjörin í aðalstjórn til næsta aðalfundar:

 

Albert Þór Jónsson,

Benedikt K. Kristjánsson,

Bryndís Hrafnkelsdóttir,

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir,

Tómas Kristjánsson,

 

Eftirtalin voru sjálfkjörin í varastjórn:

Finnur Reyr Stefánsson,

Hjördís D. Vilhjálmsdóttir.

7.  Kosning endurskoðanda:

Aðalfundur samþykkti að KPMG ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík, yrði endurkjörið endurskoðunarfyrirtæki félagsins.

8.   Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil:

Aðalfundur félagsins samþykkti eftirfarandi þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar:

Stjórnarformaður: 600.000 kr. á mánuði.

Meðstjórnendur: 300.000 kr. á mánuði.

Varamenn: 150.000 kr. fyrir hvern setinn stjórnarfund, þó ekki hærra en 300.000 kr. fyrir hvern mánuð.

Seta í undirnefndum stjórnar: 60.000 kr. fyrir hvern setinn fund.

 

Ársskýrsla Regins 2016 er aðgengileg á eftirfarandi svæði:

www.arsskyrsla2016.reginn.is

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.