Almennar fréttir / 25. apríl 2016

Niðurstöður aðalfundar Regins hf. 2016

Aðalfundur Regins hf. var haldinn klukkan 16:00 mánudaginn 25. apríl 2016  í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Björtuloftum, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.

1.    Ársreikningur:

Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2015.

 

2.Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2015:

Aðalfundur samþykkti að ekki yrði greiddur arður á árinu 2016 en að öðru leyti vísast til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum félagsins á árinu. Hagnaður verður fluttur til næsta árs.

 

3.Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu:

Aðalfundur samþykkti framlagða starfskjarastefnu fyrir félagið að viðbættri viðauka- og breytingartillögu frá Gildi lífeyrissjóði sem stjórn gerði að sinni.

 

4.Heimild til kaupa á eigin hlutum:

Ekki var lögð fram tillaga um framlengingu heimildar stjórnar til kaupa á eigin bréfum. Núgildandi heimild mun falla niður í október 2016.

 

5.      Breyting á samþykktum félagsins:

Stjórn Regins hf. lagði ekki til við aðalfund breytingu á samþykktum félagsins.

 

6.      Kosning félagsstjórnar:

Framkomið framboð Vignis Óskarssonar var dregið ti baka á fundinum sjálfum og því eru sjálfkjörin í aðalstjórn félagsins til næsta aðalfundar:

Albert Þór Jónsson,

Benedikt K. Kristjánsson,

Bryndís Hrafnkelsdóttir,

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir,

Tómas Kristjánsson,

 

Eftirtalin voru sjálfkjörin í varastjórn:

Finnur Reyr Stefánsson,

Hjördís D. Vilhjálmsdóttir.

 

7.      Kosning endurskoðanda:

Aðalfundur samþykkti að KPMG ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík, yrði endurkjörið endurskoðunarfyrirtæki félagsins.

 

8.      Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil:

Aðalfundur félagsins samþykkti eftirfarandi þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar:

Stjórnarformaður: 550.000 kr. á mánuði.

Meðstjórnendur: 275.000 kr. á mánuði.

Varamenn: 140.000 kr. fyrir hvern setinn stjórnarfund, þó ekki hærra en 275.000 kr. fyrir hvern mánuð.

Seta í undirnefndum stjórnar: 55.000 kr. fyrir hvern setinn fund. 

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.