Almennar fréttir / 5. desember 2019

Niðurstaða Skuldabréfaútboðs

Lokuðu útboði Regins á skuldabréfum þann 5. desember 2019 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í nýjum verðtryggðum flokki, REGINN280130, sem óskað verður eftir að tekinn verði til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins.

Samtals bárust tilboð að nafnvirði 2.900 m.kr. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.520 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,75%.

Gjalddagi áskrifta og afhending bréfa er fyrirhuguð mánudaginn 16. desember næstkomandi og óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfarið.

Fossar markaðir höfðu umsjón með útboðinu fyrir hönd Regins.

Nánari upplýsingar veita:
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262
Jóhann Sigurjónsson – Fjármálastjóri - johann@reginn.is - S: 512 8900 / 859 9800
Matei Manolescu – Fossar markaðir - matei.manolescu@fossarmarkets.com – S: 522 4008

Annað fréttnæmt

08. jún.

Valfrjálst yfirtökutilboð Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Stjórn Regins hefur sent tilkynningu í Kauphöll Íslands þar sem tilkynnt var um ákvörðun stjórnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Við sjáum fyrir okkur nýja sókn þessara tveggja félaga undir nýju nafni og merki.
07. jún.

Fasteignamat 2024

Fasteignamat eignasafns Regins kemur til með að hækka um 2% milli áranna 2023 og 2024. Atvinnuhúsnæði í heild sinni á landinu hækkar hins vegar um 4,8%.
26. maí

Reginn gefur út nýja græna skuldabréfaflokka

Þann 25. maí 2023 voru gefnir út tveir nýir grænir skuldabréfaflokkar. Báðir flokkarnir eru grænir og eru veðtryggðir undir almenna tryggingarfyrirkomulagi Regins. Með farsælu útboði á þessum tveimur flokkum náðust öll meginmarkmið félagsins og standa meðal verðtryggðir vextir félagsins í um 2,84% í kjölfar útboðsins.