Almennar fréttir / 5. desember 2019

Niðurstaða Skuldabréfaútboðs

Lokuðu útboði Regins á skuldabréfum þann 5. desember 2019 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í nýjum verðtryggðum flokki, REGINN280130, sem óskað verður eftir að tekinn verði til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins.

Samtals bárust tilboð að nafnvirði 2.900 m.kr. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.520 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,75%.

Gjalddagi áskrifta og afhending bréfa er fyrirhuguð mánudaginn 16. desember næstkomandi og óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfarið.

Fossar markaðir höfðu umsjón með útboðinu fyrir hönd Regins.

Nánari upplýsingar veita:
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262
Jóhann Sigurjónsson – Fjármálastjóri - johann@reginn.is - S: 512 8900 / 859 9800
Matei Manolescu – Fossar markaðir - matei.manolescu@fossarmarkets.com – S: 522 4008

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.