Almennar fréttir / 20. september 2013

Niðurstaða kauptilboðs Regins hf. í Eik fasteignafélag hf.

Þann 5. september sl. gerði Reginn hf., kt. 630109-1080, Hagasmára 1, 201 Kópavogi,  hluthöfum í Eik fasteignafélagi hf., kt. 590902-3730, Sóltúni 26, Reykjavík, tilboð í allt að 100% hlutafjár í félaginu. Ein af forsendum tilboðsins var að samþykki fengist við tilboðinu frá eigendum 68% hlutafjárins að lágmarki. Frestur til að svara tilboðinu rann út kl. 16.00 í dag, föstudaginn 20. september án þess að framangreindu lágmarki væri náð og er tilboðið því fallið úr gildi. Reginn hf. hefur eftir sem áður áhuga á viðræðum við hluthafa Eikar fasteignafélags um kaup á félaginu eða samruna við Reginn hf.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.