Almennar fréttir / 4. desember 2012

Niðurstaða hluthafafundar Regins hf.

                                        

Fundurinn kaus eftirfarandi einstaklinga í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:

Guðrún Blöndal,            kt. 270360-3869, aðalmaður

Benedikt Kristjánsson,  kt. 190952-4879, aðalmaður

Fundurinn samþykkti  tillögu um heimild félagsins til kaupa á eigin bréfum þannig:

Hluthafafundur í Reginn hf. haldinn þann 4. desember 2012 samþykkir með vísan til 55. greinar hlutafélagalaga nr. 2/1995, að heimila stjórn félagsins á næstu þremur árum að kaupa hlutabréf í félaginu sjálfu.  Kaupverð bréfanna skal miðast við síðasta skráða dagslokargengi á markaði áður en samningur um hlutafjárkaupin er gerður.  Ekki eru sett lágmörk á heimild þessa hvað fjölda hluta varðar. Félagið og dótturfélög  þess mega aldrei eignast fleiri hluti í sjálfu sér en lög bjóða, nú 10% af hlutafénu.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.