Almennar fréttir / 4. júní 2013

Lýsing - Skuldabréfaflokkur REG2SM 12 1

Það tilkynnist hér með að í dag verður birt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is, lýsing REG 2 Smáralind, fagfjárfestasjóðs sem er lánveitandi Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. er eigandi að fasteigninni Hagasmári 1, betur þekkt sem Smáralind og er félagið dótturfélag Regins hf.

Í lýsingunni má meðal annars finna verðmat á Hagasmára 1 (Smáralind) sem framkvæmt var af PricewaterhouseCoopers ehf., fyrir REG 2 Smáralind fagfjárfestasjóð. Samkvæmt virðismati var virði fasteignarinnar metið á bilinu 13,4 – 14,4 milljarðar kr., byggt á sjóðstreymismati núverandi leigusamninga. Í viðauka við lýsinguna má finna virðismatið í heild sinni.

REG 2 Smáralind fagfjárfestasjóður er í umsýslu Stefnis hf.

Annað fréttnæmt

19. apr.

Reginn og Hafnatorg eru bakhjarlar HönnunarMars

Reginn og Hafnartorg eru stoltir bakhjarlar HönnunarMars en hátíðin fer fram 3. - 7. maí. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið samstarfsaðili hátíðarinnar síðan 2020.
12. mar.

16 ný hleðslustæði fyrir rafbíla við Smáralind

Nýlega var 16 hleðslustæðum fyrir rafbíla bætt við á bílastæðaplanið sunnan megin við Smáralind. Þessi stæði bætast við þau 16 stæði sem nú þegar má finna norðan megin við húsið.
07. mar.

Aðalfundur 12. mars 2024

Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.